Það færist í vöxt að fullorðið fólk skrá sig í söngnám í tónlistarskólum landsins og láta þannig gamlan draum rætast. Það á allavega um nokkra nemendur Tónlistarskóla Rangæinga, sem eru nú að æfa sig á fullu fyrir Disney sýningarnar sínar.
„Þetta er alveg svakalega gaman og líka fyrir söngnemendurna, sem er fólk úr öllum stéttum og gerðum, sem koma bara og læra söng og fara svo á svið og sýna afraksturinn. Þetta er ótrúlega skemmtileg vinna og gaman að fara út úr þægindarammanum sínum á þennan hátt,” segir Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir, söngkennari við Tónlistarskóla Rangæinga.

En er ekki gaman að læra að syngja á þessum aldri?
„Jú, að sjálfsögðu, þetta er það besta í heimi, það er svo yndislega gaman að syngja, sérstaklega þegar maður er með svona góðan kennara,” segir þær Kristrún Amelía, Sólrún Lilja og Írena, söngnemendur Aðalheiðar um leið og þær hrósa líka öðrum kennurum skólans.
Sýningarnar fara fram í Hvolnum á Hvolsvelli sunnudaginn 3. mars klukkan 13:00 og 15:00.