Í sumar fór verðið niður í 958 krónur.
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veitti Alvotech á dögunum leyfi til að selja Simalandi sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira í Bandaríkjunum. Humira var í fyrra eitt mest selda lyf heims.
Þá kom fram í frétt Innherja í dag að Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech, á von á því að samningaviðræðu um sölu lyfsins í Bandaríkjunum ætti að ljúka á næstu dögum.
Samstarfsaðili Alvotech í Bandaríkjunum er Teva Pharmaceutical Industries Ltd. sem sér um sölu og markaðssetningu á Simlandi.
Dagurinn var að mestu rauður í Kauphöllinni í dag. Alvotech féll mest en þar á eftir kom Hampiðjan, sem fór niður um 5,19 prósent. Þar á eftir var Eimskip sem féll um 4,96 prósent.
Einungis Iceland Seafood og Marel hækkuðu í Kauphöllinni, um 0,93 prósent annars vegar og 0,42 hins vegar.