„Um leið og við jöfnuðum vissi ég að við værum að fara að vinna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 23:31 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var eðlilega kampakát í leikslok. Vísir/Hulda Margrét „Ég mydi segja að við unnum baráttuna í dag, fyrst og fremst,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í dag. „Það var mikið af seinni boltum, út af vindi og örðu, og við unnum þá baráttu í dag og algjört hrós á miðjuna okkar sérstaklega sem unnu bolta eftir bolta. Fyrst og fremst það, en líka trúin á að þetta kæmi að lokum og það gerði það verðskuldað,“ sagði Glódís. Þrátt fyrir sigurinn er ekki hægt að segja að íslenska liðið hafi fengið draumabyrjun á leiknum, en Serbar tóku forystuna strax á sjöttu mínútu. „Þetta voru bara mistök hjá okkur, en svona gerist. Þetta er augnablik þar sem við erum að reyna að spila okkur upp í gegnum miðjuna og svona getur gerst þegar við erum að reyna það og það er það sem fólk er að kalla eftir. Það er ekki hægt að afhausa leikmenn sem eru að reyna það.“ „En mér fannst við svara þessu gríðarlega vel. Mér fannst við verða betri eftir að við fáum á okkur markið og ég er bara gríðarlega ánægð með sigurinn.“ Þá segir Glódís að uppspil liðsins hafi á köflum mátt ganga betur. „Það gekk bara misvel. Það gekk best þegar við vorum að ná að tengja inn í miðjuna og skipta á milli kanta og það hefði örugglega getað gert það miklu oftar. Pressan þeirra var oft og tíðum góð, en oft og tíðum vorum við að fara inn í svæðin sem þær voru að beina okkur í. Þá voru þær að vinna boltana, en það voru mörg góða augnablik og ég held að það sé margt sem við getum tekið með okkur úr uppspilinu úr þessum leik. En við verðum svo að yfirfæra það á seinasta þriðjunginn og vera enn þá hættulegri fyrir framan markið.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það hefði auðvitað ekki verið gott að fá á okkur mark þarna, en við vorum svolítið að sækja og þetta er augnablik þar sem við erum ekki í góðum balance og vorum ekki klárar í skyndisóknina. Það er eitthvað sem við verðum að taka með okkur. Á móti betri liðum hefðum við mögulega fengið á okkur mark. Þetta eitthvað sem mun pottþétt koma á klippum fyrir næstu verkefni.“ Fyrirliðinn segir einnig að leikurinn hafi breyst eftir að íslenska liðið náði loksins að jafna metin. „Mér fannst leikurinn aðeins breytast. Eftir að við skorum þá fara þær aðeins að sækja meira og skilja fleiri leikmenn eftir uppi hátt á vellinum. Ég held að þær komist í aðeins fleiri hálffæri og einhverja sénsa, skiljanlega því þær náttúrulega vilja vinna leikinn alveg eins og við. En á móti þá opnast líka fleiri svæði fyrir okkur að sækja í. En um leið og við jöfnuðum metin þá vissi ég að við værum að fara að vinna. Við vorum með mómentið með okkur og vindinn í bakið og ég er bara gríðarlega ánægð fyrir Bryndísi að hafa getað skorað þetta mark.“ Eins og svo oft áður þegar knattspyrna er spiluð á Íslandi setti veðrið þó svip sinn á leikinn. „Þetta voru náttúrulega bara allar árstíðir sem komu í þessum leik,“ sagði Glódís og hló. „Auðvitað var þetta sérstakt, en við vorum heppnar og unnum uppkastið og gátum þá byrjað á móti vindi þannig að við hefðum meðvindinn í seinni hálfleik. Það er ákveðin heppni líka að við höfum náð að vinna það af því að það skipti máli í þessum leik.“ „Maður fann það alveg að fyrri hálfleikur var erfiðari. Það var erfiðara að hreinsa boltanum og það var erfiðara að tengja á milli, en gott að vera með meðvind þegar við þurftum mark,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Serbum Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Sjá meira
„Það var mikið af seinni boltum, út af vindi og örðu, og við unnum þá baráttu í dag og algjört hrós á miðjuna okkar sérstaklega sem unnu bolta eftir bolta. Fyrst og fremst það, en líka trúin á að þetta kæmi að lokum og það gerði það verðskuldað,“ sagði Glódís. Þrátt fyrir sigurinn er ekki hægt að segja að íslenska liðið hafi fengið draumabyrjun á leiknum, en Serbar tóku forystuna strax á sjöttu mínútu. „Þetta voru bara mistök hjá okkur, en svona gerist. Þetta er augnablik þar sem við erum að reyna að spila okkur upp í gegnum miðjuna og svona getur gerst þegar við erum að reyna það og það er það sem fólk er að kalla eftir. Það er ekki hægt að afhausa leikmenn sem eru að reyna það.“ „En mér fannst við svara þessu gríðarlega vel. Mér fannst við verða betri eftir að við fáum á okkur markið og ég er bara gríðarlega ánægð með sigurinn.“ Þá segir Glódís að uppspil liðsins hafi á köflum mátt ganga betur. „Það gekk bara misvel. Það gekk best þegar við vorum að ná að tengja inn í miðjuna og skipta á milli kanta og það hefði örugglega getað gert það miklu oftar. Pressan þeirra var oft og tíðum góð, en oft og tíðum vorum við að fara inn í svæðin sem þær voru að beina okkur í. Þá voru þær að vinna boltana, en það voru mörg góða augnablik og ég held að það sé margt sem við getum tekið með okkur úr uppspilinu úr þessum leik. En við verðum svo að yfirfæra það á seinasta þriðjunginn og vera enn þá hættulegri fyrir framan markið.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það hefði auðvitað ekki verið gott að fá á okkur mark þarna, en við vorum svolítið að sækja og þetta er augnablik þar sem við erum ekki í góðum balance og vorum ekki klárar í skyndisóknina. Það er eitthvað sem við verðum að taka með okkur. Á móti betri liðum hefðum við mögulega fengið á okkur mark. Þetta eitthvað sem mun pottþétt koma á klippum fyrir næstu verkefni.“ Fyrirliðinn segir einnig að leikurinn hafi breyst eftir að íslenska liðið náði loksins að jafna metin. „Mér fannst leikurinn aðeins breytast. Eftir að við skorum þá fara þær aðeins að sækja meira og skilja fleiri leikmenn eftir uppi hátt á vellinum. Ég held að þær komist í aðeins fleiri hálffæri og einhverja sénsa, skiljanlega því þær náttúrulega vilja vinna leikinn alveg eins og við. En á móti þá opnast líka fleiri svæði fyrir okkur að sækja í. En um leið og við jöfnuðum metin þá vissi ég að við værum að fara að vinna. Við vorum með mómentið með okkur og vindinn í bakið og ég er bara gríðarlega ánægð fyrir Bryndísi að hafa getað skorað þetta mark.“ Eins og svo oft áður þegar knattspyrna er spiluð á Íslandi setti veðrið þó svip sinn á leikinn. „Þetta voru náttúrulega bara allar árstíðir sem komu í þessum leik,“ sagði Glódís og hló. „Auðvitað var þetta sérstakt, en við vorum heppnar og unnum uppkastið og gátum þá byrjað á móti vindi þannig að við hefðum meðvindinn í seinni hálfleik. Það er ákveðin heppni líka að við höfum náð að vinna það af því að það skipti máli í þessum leik.“ „Maður fann það alveg að fyrri hálfleikur var erfiðari. Það var erfiðara að hreinsa boltanum og það var erfiðara að tengja á milli, en gott að vera með meðvind þegar við þurftum mark,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Serbum
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn