„Já, ég ætla að reyna að verða heimsmeistari í Fortnite“ Snorri Már Vagnsson skrifar 28. febrúar 2024 14:00 Þorlákur er aðeins á sínu níunda aldursári en er strax orðinn einn sá besti í heiminum í Fortnite. Þorlákur Gottskálk Guðfinnsson er fæddur árið 2015 og æfir tölvuleikinn Fortnite með FH. Þorlákur, sem er aðeins á sínu níunda aldursári, spilar upp fyrir sig um flokk í 10-14 ára flokki, en Þorlákur hefur náð eftirtektarverðum árangri í leiknum. Vinsælasta leiðin til að spila Fortnite er Fortnite Battle Royale, þar sem 100 leikmenn keppast um að hafa sigur af hólmi. Þorlákur hefur þar náð efsta mögulega styrkleikaflokk, sem heitir Unreal, en í honum eru aðeins um 0.5% spilara á heimsvísu. Margir af vinsælustu spilurum leiksins sem spila hann á streymisveitum fyrir fleiri þúsundir áhorfenda hafa ekki náð sama getustigi og Þorlákur. Þorlákur byrjaði að spila tölvuleiki fjögurra ára og segist hafa spilað Lego leiki fyrst um sinn. Hann hóf æfingar í rafíþróttum fyrir 6 mánuðum og hefur augljósa hæfileika þegar kemur að Fortnite. En hvað er planið hjá Þorláki með framtíðarferilinn? Hvernig finnst þér að æfa rafíþróttir og ætlaru að halda áfram? „Mér finnst gaman að æfa rafíþróttir og ætla að halda áfram að æfa!“ Er planið að verða atvinnumaður í rafíþróttum? „Já, ég ætla að reyna verða heimsmeistari í Fortnite.“ Hvernig líður þér með að ná þessum áfanga, að ná Unreal rank í Fortnite? „Mér líður bara vel. Ég held að ég sé yngsti í heiminum til að ná Unreal.“ Þorlákur æfir rafíþróttir hjá FH sem heldur út æfingum í sameiginlegri aðstöðu með Grunnskólanum NÚ að Reykjavíkurvegi 50 og býður uppá rafíþróttahópa með mismunandi áherslur fyrir iðkendur á aldrinum 8-16 ára. Rafíþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf
Vinsælasta leiðin til að spila Fortnite er Fortnite Battle Royale, þar sem 100 leikmenn keppast um að hafa sigur af hólmi. Þorlákur hefur þar náð efsta mögulega styrkleikaflokk, sem heitir Unreal, en í honum eru aðeins um 0.5% spilara á heimsvísu. Margir af vinsælustu spilurum leiksins sem spila hann á streymisveitum fyrir fleiri þúsundir áhorfenda hafa ekki náð sama getustigi og Þorlákur. Þorlákur byrjaði að spila tölvuleiki fjögurra ára og segist hafa spilað Lego leiki fyrst um sinn. Hann hóf æfingar í rafíþróttum fyrir 6 mánuðum og hefur augljósa hæfileika þegar kemur að Fortnite. En hvað er planið hjá Þorláki með framtíðarferilinn? Hvernig finnst þér að æfa rafíþróttir og ætlaru að halda áfram? „Mér finnst gaman að æfa rafíþróttir og ætla að halda áfram að æfa!“ Er planið að verða atvinnumaður í rafíþróttum? „Já, ég ætla að reyna verða heimsmeistari í Fortnite.“ Hvernig líður þér með að ná þessum áfanga, að ná Unreal rank í Fortnite? „Mér líður bara vel. Ég held að ég sé yngsti í heiminum til að ná Unreal.“ Þorlákur æfir rafíþróttir hjá FH sem heldur út æfingum í sameiginlegri aðstöðu með Grunnskólanum NÚ að Reykjavíkurvegi 50 og býður uppá rafíþróttahópa með mismunandi áherslur fyrir iðkendur á aldrinum 8-16 ára.
Rafíþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf