Þetta kemur fram í uppfærðum tölum Hagstofu Íslands. Þar segir að verð á fötum og skóm hafi hækkað um 8,4 prósent milli mánaða, enda var útsölum að ljúka, og skilaði 0,3 prósentustiga hækkun á vísitölu neysluverðs.
Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er:
Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu.
Verð á húsgögnum hækkaði um 5,5 prósent og skilar 0,31 prósentustiga hækkun á vísitölunni. Mat- og drykkjarvara hækkaði um 0,7 prósent og skilar 0,1 prósentustigs hækkun.