Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 08:00 Albert Guðmundsson spilaði síðast fyrir Ísland í júní á síðasta ári, í naumu tapi gegn Portúgal. vísir/Hulda Margrét Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. Albert var kærður síðasta sumar en eftir rannsókn lögreglu sá héraðssaksóknari ekki ástæðu til ákæru heldur lét málið niður falla í síðustu viku. Brotaþoli í málinu hefur kost á að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Vegna reglna KSÍ um val á leikmönnum sem grunaðir eru um ofbeldisbrot var Albert ekki gjaldgengur í síðustu sex leikjunum í undankeppni EM síðasta haust en eins og staðan er núna gæti hann mætt Ísrael. „Hann hefur spilað mjög vel á Ítalíu. Við höfum ekki getað valið hann vegna reglna KSÍ en núna hefur lögreglan vísað málinu frá og það þýðir að ég get valið hann. Ég hef rætt við Albert um hans stöðu og hug eftir að hafa ekki mátt spila, og hann vill virkilega spila fyrir Ísland,“ segir Hareide í samtali við Vísi. Engin tilkynning fyrr en skömmu fyrir leik Hareide tilkynnir val sitt á landsliðshópi 15. mars, sex dögum fyrir leikinn við Ísrael, en að óbreyttu verður Albert í þeim hópi. Ísland mætir Ísrael í Búdapest og sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu, í leik um sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Albert Guðmundsson er ofarlega á lista yfir markahæstu menn í efstu deild Ítalíu.Getty/Simone Arveda Albert hefur farið á kostum með liði Genoa í vetur og skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni, og gæti því gagnast íslenska liðinu vel í þessu mikilvæga umspili, þar sem í húfi er sæti á stórmóti og 1,4 milljarðar króna. „Hann er góður leikmaður. Þegar hann spilaði síðast, gegn Portúgal og Slóvakíu í júní í fyrra, sérstaklega gegn Portúgal, þá var hann sá íslenski leikmaður sem hljóp mest. Það hefur maður líka séð hjá hans liði í síðustu leikjum. Hann leggur mjög hart að sér fyrir sitt lið. Hann er góður fótboltamaður, og auðvitað getum við nýtt hann í þessum hópi. Sem stendur getum við valið hann en ég vil ekki tilkynna neitt fyrr en að því kemur,“ segir Hareide. „Hefur sagt mér að hann sé saklaus“ Hann segist ekki óttast að mál Alberts og möguleg endurkoma hans geti haft neikvæð áhrif á landsliðshópinn. „Nei, það tel ég ekki. Ég hef átt í stöðugum samskiptum við hann. Hann hefur sagt mér að hann sé saklaus í þessu máli og ég verð að treysta leikmanninum. Ég sá að málinu var vísað frá og þar með get ég valið hann. Ef ekkert kemur upp á þá getur hann verið með.“ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
Albert var kærður síðasta sumar en eftir rannsókn lögreglu sá héraðssaksóknari ekki ástæðu til ákæru heldur lét málið niður falla í síðustu viku. Brotaþoli í málinu hefur kost á að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Vegna reglna KSÍ um val á leikmönnum sem grunaðir eru um ofbeldisbrot var Albert ekki gjaldgengur í síðustu sex leikjunum í undankeppni EM síðasta haust en eins og staðan er núna gæti hann mætt Ísrael. „Hann hefur spilað mjög vel á Ítalíu. Við höfum ekki getað valið hann vegna reglna KSÍ en núna hefur lögreglan vísað málinu frá og það þýðir að ég get valið hann. Ég hef rætt við Albert um hans stöðu og hug eftir að hafa ekki mátt spila, og hann vill virkilega spila fyrir Ísland,“ segir Hareide í samtali við Vísi. Engin tilkynning fyrr en skömmu fyrir leik Hareide tilkynnir val sitt á landsliðshópi 15. mars, sex dögum fyrir leikinn við Ísrael, en að óbreyttu verður Albert í þeim hópi. Ísland mætir Ísrael í Búdapest og sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu, í leik um sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Albert Guðmundsson er ofarlega á lista yfir markahæstu menn í efstu deild Ítalíu.Getty/Simone Arveda Albert hefur farið á kostum með liði Genoa í vetur og skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni, og gæti því gagnast íslenska liðinu vel í þessu mikilvæga umspili, þar sem í húfi er sæti á stórmóti og 1,4 milljarðar króna. „Hann er góður leikmaður. Þegar hann spilaði síðast, gegn Portúgal og Slóvakíu í júní í fyrra, sérstaklega gegn Portúgal, þá var hann sá íslenski leikmaður sem hljóp mest. Það hefur maður líka séð hjá hans liði í síðustu leikjum. Hann leggur mjög hart að sér fyrir sitt lið. Hann er góður fótboltamaður, og auðvitað getum við nýtt hann í þessum hópi. Sem stendur getum við valið hann en ég vil ekki tilkynna neitt fyrr en að því kemur,“ segir Hareide. „Hefur sagt mér að hann sé saklaus“ Hann segist ekki óttast að mál Alberts og möguleg endurkoma hans geti haft neikvæð áhrif á landsliðshópinn. „Nei, það tel ég ekki. Ég hef átt í stöðugum samskiptum við hann. Hann hefur sagt mér að hann sé saklaus í þessu máli og ég verð að treysta leikmanninum. Ég sá að málinu var vísað frá og þar með get ég valið hann. Ef ekkert kemur upp á þá getur hann verið með.“
Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira