Red Bull hreinsar Horner af öllum ásökunum um óviðeigandi hegðun Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. febrúar 2024 17:20 Christian Horner hefur fagnað ófáum sigrum sem liðsstjóri Red Bull Clive Rose/Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Formúlu 1 meistara Red Bull, hefur verið hreinsaður af öllum ásökunum samstarfskonu hans um óviðeigandi hegðun. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull frá því fyrsti bíll þeirra brunaði af stað í Formúlu 1 árið 2005. Hann hafnaði sjálfur alfarið öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Fyrirtækið var sagt taka þessum ásökunum konunnar mjög alvarlega. Sjálfstæð rannsókn utanaðkomandi aðila stóð yfir í rúmar þrjár vikur. Horner var yfirheyrður margsinnis, einn daginn í meira en átta klukkutíma. Red Bull greindi svo frá því í dag að rannsókn málsins væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. „Sjálfstæð rannsókn málsins lyktaði svo að Hr. Horner var hreinsaður af öllum ásökunum. Málsækjandi á rétt á áfrýjun. Red Bull er sannfært um að rannsóknin hafi verið sanngjörn og óhlutdræg. Við munum ekki gefa út frekari yfirlýsingar eða upplýsingar um málið“ les í yfirlýsingu Red Bull. Málsækjandi, konan sem ásakar Horner um óviðeigandi hegðun, hefur rétt til að áfrýja niðurstöðu málsins. Hún getur einnig sótt Horner til saka og fært málið fyrir dómstóla, erlendir miðlar hafa greint frá því að hún vilji fara þá leið en allt á það eftir að koma í ljós. Að svo stöddu er Horner laus allra mála og verður á ráslínunni þegar Max Verstappen og Sergio Perez bruna af stað í Red Bull bílum á fyrsta keppnisdegi tímabilsins í Formúlu 1, næsta laugardag í Bahrain. Akstursíþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull frá því fyrsti bíll þeirra brunaði af stað í Formúlu 1 árið 2005. Hann hafnaði sjálfur alfarið öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Fyrirtækið var sagt taka þessum ásökunum konunnar mjög alvarlega. Sjálfstæð rannsókn utanaðkomandi aðila stóð yfir í rúmar þrjár vikur. Horner var yfirheyrður margsinnis, einn daginn í meira en átta klukkutíma. Red Bull greindi svo frá því í dag að rannsókn málsins væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. „Sjálfstæð rannsókn málsins lyktaði svo að Hr. Horner var hreinsaður af öllum ásökunum. Málsækjandi á rétt á áfrýjun. Red Bull er sannfært um að rannsóknin hafi verið sanngjörn og óhlutdræg. Við munum ekki gefa út frekari yfirlýsingar eða upplýsingar um málið“ les í yfirlýsingu Red Bull. Málsækjandi, konan sem ásakar Horner um óviðeigandi hegðun, hefur rétt til að áfrýja niðurstöðu málsins. Hún getur einnig sótt Horner til saka og fært málið fyrir dómstóla, erlendir miðlar hafa greint frá því að hún vilji fara þá leið en allt á það eftir að koma í ljós. Að svo stöddu er Horner laus allra mála og verður á ráslínunni þegar Max Verstappen og Sergio Perez bruna af stað í Red Bull bílum á fyrsta keppnisdegi tímabilsins í Formúlu 1, næsta laugardag í Bahrain.
Akstursíþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira