Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 11:00 Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson mynduðu miðjupar Íslands á EM 2016 og HM 2018 en virðast ekki koma til með að taka þátt í umspilinu fyrir EM 2024. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. Báðir hafa þessir fyrrverandi aðalmiðjumenn íslenska landsliðsins til margra ára glímt við meiðsli í vetur og í raun ótrúlegt ef þeir ættu eftir að eiga einhvern þátt í að koma Íslandi aftur á EM. Aron Einar Gunnarsson birti af sér myndskeið á hlaupabretti á Instagram, þar sem hann lýsti meiðslum sínum sem þeim erfiðustu á ferlinum. Ljós virðist þó við enda ganganna.Instagram/@arongunnarsson Meiðsli Arons virðast snúnari og hann lýsti þeim á Instagram sem þeim „erfiðustu á ferlinum“. Enda hefur Aron ekki spilað fyrir félagslið síðan í maí á síðasta ári, og er ekki einu sinni skráður í leikmannahóp Al Arabi. Aron segist þó nálgast það að snúa aftur út á völlinn en Hareide segir ljóst að Jóhann Berg Guðmundsson verði fyrirliði Íslands gegn Ísrael, í stað Arons. Gylfi hefur sinnt endurhæfingu á Spáni, eftir að hafa fengið samningi sínum við Lyngby rift. Fjórir mánuðir eru síðan hann spilaði síðast fótboltaleik en Gylfi hefur sagt endurhæfinguna ganga vel. „Hvorugur þessara leikmanna hefur verið að spila. Það væri því miklum vandkvæðum háð að velja þá. Menn verða að spila. Þeir hafa verið í meðferð við meiðslum. Ég held að Gylfi sé nær því að ná fullum bata en hann hefur ekkert spilað og það er aðalatriðið,“ segir Hareide í viðtali við Vísi. Hareide hefur reynt að koma Aroni og Gylfa aftur inn í landsliðið og valdi Aron, sem landsliðsfyrirliða, í leiki í október og nóvember þrátt fyrir að hann væri ekkert að spila fyrir sitt félagslið. Gylfi spilaði sömuleiðis landsleiki í október eftir að hafa rétt spilað tvo leiki, eftir rúmlega tveggja ára hlé frá fótbolta. Klippa: Hareide um stöðu Arons og Gylfa Helsta óvissan um Aron, Gylfa og Valgeir Að þessu sinni reiknar Hareide hins vegar ekki með að velja Aron og Gylfa, þegar hann tilkynnir hópinn sinn 15. mars, nema að þeir verði byrjaðir að spila fótbolta: „Nei, það held ég ekki.“ Fyrir utan Aron og Gylfa er meiðslastaðan á leikmönnum Íslands góð, þó að margir mættu vera að spila meira með sínu félagsliði. Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þó átt við meiðsli að stríða. „Aron og Gylfi eru þeir helstu sem óvissa ríkir um og ég mun tala við þá þegar nær dregur vali á hópnum. Það eru í raun ekki önnur meiðsli og vonandi heldur þetta svona áfram. Valgeir hefur reyndar glímt við meiðsli en síðast þegar ég vissi átti hann að hefja æfingar í þessari viku. En hann hefur ekkert spilað svo það ríkir auðvitað óvissa um hann,“ segir Hareide. Hann hyggst velja 23 leikmenn fyrir uppgjörið við Ísrael, sem fram fer í Búdapest 21. mars, en bæta við aukamanni eftir síðustu leikjahelgina fyrir leikinn, til að bregðast við mögulegum skakkaföllum. Vonin er sú að Ísland vinni Ísrael og mæti Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi, 26. mars. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Báðir hafa þessir fyrrverandi aðalmiðjumenn íslenska landsliðsins til margra ára glímt við meiðsli í vetur og í raun ótrúlegt ef þeir ættu eftir að eiga einhvern þátt í að koma Íslandi aftur á EM. Aron Einar Gunnarsson birti af sér myndskeið á hlaupabretti á Instagram, þar sem hann lýsti meiðslum sínum sem þeim erfiðustu á ferlinum. Ljós virðist þó við enda ganganna.Instagram/@arongunnarsson Meiðsli Arons virðast snúnari og hann lýsti þeim á Instagram sem þeim „erfiðustu á ferlinum“. Enda hefur Aron ekki spilað fyrir félagslið síðan í maí á síðasta ári, og er ekki einu sinni skráður í leikmannahóp Al Arabi. Aron segist þó nálgast það að snúa aftur út á völlinn en Hareide segir ljóst að Jóhann Berg Guðmundsson verði fyrirliði Íslands gegn Ísrael, í stað Arons. Gylfi hefur sinnt endurhæfingu á Spáni, eftir að hafa fengið samningi sínum við Lyngby rift. Fjórir mánuðir eru síðan hann spilaði síðast fótboltaleik en Gylfi hefur sagt endurhæfinguna ganga vel. „Hvorugur þessara leikmanna hefur verið að spila. Það væri því miklum vandkvæðum háð að velja þá. Menn verða að spila. Þeir hafa verið í meðferð við meiðslum. Ég held að Gylfi sé nær því að ná fullum bata en hann hefur ekkert spilað og það er aðalatriðið,“ segir Hareide í viðtali við Vísi. Hareide hefur reynt að koma Aroni og Gylfa aftur inn í landsliðið og valdi Aron, sem landsliðsfyrirliða, í leiki í október og nóvember þrátt fyrir að hann væri ekkert að spila fyrir sitt félagslið. Gylfi spilaði sömuleiðis landsleiki í október eftir að hafa rétt spilað tvo leiki, eftir rúmlega tveggja ára hlé frá fótbolta. Klippa: Hareide um stöðu Arons og Gylfa Helsta óvissan um Aron, Gylfa og Valgeir Að þessu sinni reiknar Hareide hins vegar ekki með að velja Aron og Gylfa, þegar hann tilkynnir hópinn sinn 15. mars, nema að þeir verði byrjaðir að spila fótbolta: „Nei, það held ég ekki.“ Fyrir utan Aron og Gylfa er meiðslastaðan á leikmönnum Íslands góð, þó að margir mættu vera að spila meira með sínu félagsliði. Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þó átt við meiðsli að stríða. „Aron og Gylfi eru þeir helstu sem óvissa ríkir um og ég mun tala við þá þegar nær dregur vali á hópnum. Það eru í raun ekki önnur meiðsli og vonandi heldur þetta svona áfram. Valgeir hefur reyndar glímt við meiðsli en síðast þegar ég vissi átti hann að hefja æfingar í þessari viku. En hann hefur ekkert spilað svo það ríkir auðvitað óvissa um hann,“ segir Hareide. Hann hyggst velja 23 leikmenn fyrir uppgjörið við Ísrael, sem fram fer í Búdapest 21. mars, en bæta við aukamanni eftir síðustu leikjahelgina fyrir leikinn, til að bregðast við mögulegum skakkaföllum. Vonin er sú að Ísland vinni Ísrael og mæti Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi, 26. mars.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00