Hleypur illu blóði í nágrannana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. mars 2024 15:34 Taylor Swift á sviði í Singapúr. Ashok Kumar/TAS24/Getty Niðurgreiðslur vegna Eras tónleikaraðar bandarísku tónleikakonunnar Taylor Swift í Singapúr í þessari viku hafa hleypt illu blóði í nágranna borgarríkisins sem fá söngkonuna ekki í heimsókn. Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að stjórnvöld í Singapúr hafi greitt háar fjárhæðir til þess að tryggja að allir tónleikar söngkonunnar í þessum heimshluta færu fram í Singapúr. Fram kemur að upphaflega hafi verið greint frá því að upphæðin næmi rúmum 24 milljónum bandaríkjadala eða rúma þrjá milljarða íslenskra króna. Yfirvöld í Singapúr hafna því þó og er fullyrt í þarlendum miðlum að upphæðin nemi ekki nema tveimur milljónum bandaríkjadala eða rúmum 280 milljónum íslenskra króna. Svo virðist vera sem Singapúr hafi verið eina ríkið sem tilbúið var til að niðurgreiða komu söngkonunnar ef marka má viðbrögð nágrannanna. Fram kemur í frétt BBC að yfirvöld í Taílandi hafi harðlega gagnrýnt yfirvöld í Singapúr. Hið sama hafi verið uppi á teningnum á Filippseyjum. Bent er á að rúmlega sjöhundruð milljón manns búi í suðausturhluta Asíu og skandall sé að söngkonan muni einungis koma fram í Singapúr en hvergi annars staðar. Bent er á að Singapúr sé langdýrasta ríkið í heimshlutanum. Ljóst er þó að þetta hefur lítil áhrif á eftirspurn eftir miðum á tónleikana en BBC segir að þúsundir aðdáenda flykkist til Singapúr, meðal annars frá Kína. Þar verður söngkonan ekki með neina tónleika. Singapúr Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að stjórnvöld í Singapúr hafi greitt háar fjárhæðir til þess að tryggja að allir tónleikar söngkonunnar í þessum heimshluta færu fram í Singapúr. Fram kemur að upphaflega hafi verið greint frá því að upphæðin næmi rúmum 24 milljónum bandaríkjadala eða rúma þrjá milljarða íslenskra króna. Yfirvöld í Singapúr hafna því þó og er fullyrt í þarlendum miðlum að upphæðin nemi ekki nema tveimur milljónum bandaríkjadala eða rúmum 280 milljónum íslenskra króna. Svo virðist vera sem Singapúr hafi verið eina ríkið sem tilbúið var til að niðurgreiða komu söngkonunnar ef marka má viðbrögð nágrannanna. Fram kemur í frétt BBC að yfirvöld í Taílandi hafi harðlega gagnrýnt yfirvöld í Singapúr. Hið sama hafi verið uppi á teningnum á Filippseyjum. Bent er á að rúmlega sjöhundruð milljón manns búi í suðausturhluta Asíu og skandall sé að söngkonan muni einungis koma fram í Singapúr en hvergi annars staðar. Bent er á að Singapúr sé langdýrasta ríkið í heimshlutanum. Ljóst er þó að þetta hefur lítil áhrif á eftirspurn eftir miðum á tónleikana en BBC segir að þúsundir aðdáenda flykkist til Singapúr, meðal annars frá Kína. Þar verður söngkonan ekki með neina tónleika.
Singapúr Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira