Handbolti

Víkingur vann mikil­vægan sigur og FH styrkti stöðu sína á toppnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Víkingur sótti tvö mikilvæg stig gegn Fram
Víkingur sótti tvö mikilvæg stig gegn Fram vísir / pawel

Síðustu tveir leikir 18. umferðar í Olís deild karla fóru fram í dag. FH vann eins marks sigur á Stjörnunni, 32-31, og Víkingur vann Fram 32-29. 

FH-ingar styrktu stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með þessum sigri og eru nú með þriggja stiga forskot á Val. 

Sigurinn var torsóttur hjá Hafnfirðingum, gestirnir úr Garðabæ byrjuðu mun betur og litu út sem líklegri aðilinn til sigurs. Leikurinn var æsispennandi fram á lokamínútu en að endingu var það FH sem fagnaði sigri. 

Aron Pálmarsson var aðalmaðurinn hjá FH með 9 mörk og 5 stoðsendingar. Markahæstur í leiknum var þó Stjörnumaðurinn Tandri Már Konráðsson með 10 mörk. 

Víkingur tryggði sér gríðarmikilvæg tvö stig með sigrinum gegn Fram. Eftir góða byrjun Víkings vann Fram sig inn í leikinn og hélt honum spennandi, Víkingar tóku svo aftur fram úr á lokamínútunum og sigldu sigrinum heim. 

Gunnar Valdimar Johnsen var markahæstur í leiknum með 10 mörk auk tveggja stoðsendinga fyrir Víking. 

Víkingur fór upp úr fallsæti með þessum sigri og situr nú stigi fyrir ofan HK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×