Hafdís og Ingvar fyrstu Íslandsmeistararnir í E-hjólreiðum Snorri Már Vagnsson skrifar 3. mars 2024 14:01 Skjáskot frá mótinu. Í Zwift geta leikmenn skreytt hjólin sín á alla vegu og má sjá glitta í skæra, bleika skreytingu sem gæti þótt sjaldséð á mótum í raunheimum. Laugardaginn 24. febrúar fór fram fyrsta Íslandsmeistaramótið í svokölluðum E-hjólreiðum. Tindur hjólreiðafélag stóð fyrir mótinu fyrir Hjólreiðasamband Íslands í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Keppt var á Zwift, sem er forrit sem keppendur tengja hjól sín við og geta því hjólað og keppt við aðra í netheimum. Eftir að stilla þyngd og hæð reiknar Zwift hraða leikmannsins og getur viðkomandi þá keppt. Zwift lætur hjólreiðamanninn sömuleiðis hafa fyrir því þegar hann fer upp brekkur innan leiksins, en þá hægist á keppandanum. Getur því hver sem er hjólað heima hjá sér, líkt og hann væri í sumarfæri. Eftir æsispennandi Íslandsmeistaramót voru það þau Hafdís Sigurðardóttir (Hjólreiðafélag Akureyrar) og Ingvar Ómarsson (Breiðablik) sem stóðu uppi sem sigurvegarar kvenna- og karlaflokks. Tveir hringir voru hjólaðir á leiðinn „Richmond UCI Worlds,“ sem gera samtals 32,4 km. Í öðru sæti í kvennaflokki var Silja Jóhannesdóttir og Sóley Kjerúlf Svansdóttir í því þriðja. Í karlaflokki var Jón Geir Friðbjörnsson í öðru sæti og Óskar Ómarsson í því þriðja. Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á vef Hjólreiðasambands Íslands Hjólreiðar Rafíþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport
Keppt var á Zwift, sem er forrit sem keppendur tengja hjól sín við og geta því hjólað og keppt við aðra í netheimum. Eftir að stilla þyngd og hæð reiknar Zwift hraða leikmannsins og getur viðkomandi þá keppt. Zwift lætur hjólreiðamanninn sömuleiðis hafa fyrir því þegar hann fer upp brekkur innan leiksins, en þá hægist á keppandanum. Getur því hver sem er hjólað heima hjá sér, líkt og hann væri í sumarfæri. Eftir æsispennandi Íslandsmeistaramót voru það þau Hafdís Sigurðardóttir (Hjólreiðafélag Akureyrar) og Ingvar Ómarsson (Breiðablik) sem stóðu uppi sem sigurvegarar kvenna- og karlaflokks. Tveir hringir voru hjólaðir á leiðinn „Richmond UCI Worlds,“ sem gera samtals 32,4 km. Í öðru sæti í kvennaflokki var Silja Jóhannesdóttir og Sóley Kjerúlf Svansdóttir í því þriðja. Í karlaflokki var Jón Geir Friðbjörnsson í öðru sæti og Óskar Ómarsson í því þriðja. Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á vef Hjólreiðasambands Íslands
Hjólreiðar Rafíþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport