Elton John við Laufeyju: „Sem tónlistarmaður veit ég hve góður tónlistarmaður þú ert“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. mars 2024 14:31 Laufey hefur ferðast víða með tónleikaferðalagið Bewitched Tour og heldur þrenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu næstu helgi. Vilhelm/Getty Tónlistarkonan og Grammy-verðlaunahafinn Laufey er nýjasti gestur bresku tónlistargoðsagnarinnar Elton John í hlaðvarpinu hans, Rocket Hour. Í þættinum fer hann fögrum orðum um tónlist Laufeyjar. Í sameiginlegri færslu Laufeyjar og Elton John á Instagram er myndbrot úr þættinum þar sem þau tala um tónlistina og yfirstandandi tónleikaferðalag hennar. „Sem tónlistarmaður veit ég hversu góður tónlistarmaður þú ert. Það er æðislegt að sjá hve góðum árangri þú hefur náð,“ segir Elton John í hljóðbrotinu og spyr hvað sé á dagskrá hjá henni. „Ég held að nú sé runnið upp fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á faraldsfæti og ferðast til næstum hverrar einustu heimsálfu,“ svarar Laufey. John segir þá frábært að sjá hve mikið konur eru að blómstra í tónlistariðnaðinum og nefnir þar Laufey, Lana Del Rey og Billie Eilish. „Það er alveg dásamlegt sjá hið kvenlega taka yfir hið karlmannlega í tónsmíðum. Þú ert svo sannarlega ein þeirra sem ryðja þá braut,“ segir John. „Mér finnst einmitt að þegar ég sem tónlist sem gerir mig að mér, sem sagt tónlist sem mér finnst sérstaklega góð, þá gengur mér best. Það er svo sannarlega góður tími fyrir konur í tónlist núna,“ svarar Laufey. John hefur haldið úti hlaðvarpinu frá árinu 2015 og hefur fengið til sín gesti á borð við Lizzo, Billie Eilish, Tame Impala og Tom Odell. Áskrifendur Apple Music geta hlustað á þáttinn í heild sinni þar. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Elton John (@eltonjohn) Laufey Lín Tónlist Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins. 24. janúar 2024 13:16 Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10 Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi. 18. nóvember 2023 10:12 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Í sameiginlegri færslu Laufeyjar og Elton John á Instagram er myndbrot úr þættinum þar sem þau tala um tónlistina og yfirstandandi tónleikaferðalag hennar. „Sem tónlistarmaður veit ég hversu góður tónlistarmaður þú ert. Það er æðislegt að sjá hve góðum árangri þú hefur náð,“ segir Elton John í hljóðbrotinu og spyr hvað sé á dagskrá hjá henni. „Ég held að nú sé runnið upp fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á faraldsfæti og ferðast til næstum hverrar einustu heimsálfu,“ svarar Laufey. John segir þá frábært að sjá hve mikið konur eru að blómstra í tónlistariðnaðinum og nefnir þar Laufey, Lana Del Rey og Billie Eilish. „Það er alveg dásamlegt sjá hið kvenlega taka yfir hið karlmannlega í tónsmíðum. Þú ert svo sannarlega ein þeirra sem ryðja þá braut,“ segir John. „Mér finnst einmitt að þegar ég sem tónlist sem gerir mig að mér, sem sagt tónlist sem mér finnst sérstaklega góð, þá gengur mér best. Það er svo sannarlega góður tími fyrir konur í tónlist núna,“ svarar Laufey. John hefur haldið úti hlaðvarpinu frá árinu 2015 og hefur fengið til sín gesti á borð við Lizzo, Billie Eilish, Tame Impala og Tom Odell. Áskrifendur Apple Music geta hlustað á þáttinn í heild sinni þar. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Elton John (@eltonjohn)
Laufey Lín Tónlist Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins. 24. janúar 2024 13:16 Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10 Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi. 18. nóvember 2023 10:12 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44
Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins. 24. janúar 2024 13:16
Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10
Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi. 18. nóvember 2023 10:12