Vilja króatíska goðsögn í stað Dags Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 09:31 Ivano Balic í leik á móti íslenska landsliðinu. Vísir/AFP Japanska handknattleikssambandið virðist hafa fundið þjálfara til að fylla í skarðið sem Dagur Sigurðsson skildi eftir sig þegar hann tók við landsliði Króatíu. Undir stjórn Dags tryggði Japan sér óvænt sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar með því að vinna undankeppnina í Asíu síðasta haust. Hann kom forráðamönnum japanska sambandsins hins vegar í opna skjöldu með því að vilja rifta samningi sínum og taka við Króatíu, sem Dagur mun síðar í þessum mánuði reyna að koma einnig á Ólympíuleikana. Japanska sambandið hefur því þurft að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Dags og samkvæmt króatíska miðlinum 24sata er króatíska goðsögnin Ivano Balic efstur á lista. Hinn hárprúði Balic, sem er 44 ára, var lengi á meðal allra bestu leikmanna heims og var til að mynda í heimsmeistaraliði Króata árið 2003, og ólympíumeistaraliðinu 2004 þar sem hann var valinn besti leikmaðurinn. Sem þjálfari hefur Balic verið aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins, undir stjórn Hrvoje Horvat frá 2021 til 2023, og hann er núna í þjálfarateymi RK Split heima í Króatíu. Samkvæmt 24sata er Balic með tilboð frá Japan og hugnast starfið en líkt og Dagur myndi hann áfram geta búið í heimalandi sínu og ferðast nokkrum sinnum á ári til Japans. Miðillinn segir að þó að Japanir hafi aðeins dregið saman launakostnað vegna þjálfara og leikmanna landsliðsins þá muni Balic samt fá mjög góð laun samþykki hann tilboðið. Hann sé þó enn að íhuga málið. Á heimasíðu japanska handknattleikssambandsins var í gær tilkynnt um sautján leikmanna landsliðshóp sem spila mun vináttulandsleiki við Egptaland og Argentínu í Montpellier í Frakklandi, 14. og 16. mars, en tekið fram að nýr þjálfari hefði enn ekki verið ráðinn. Handbolti Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Undir stjórn Dags tryggði Japan sér óvænt sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar með því að vinna undankeppnina í Asíu síðasta haust. Hann kom forráðamönnum japanska sambandsins hins vegar í opna skjöldu með því að vilja rifta samningi sínum og taka við Króatíu, sem Dagur mun síðar í þessum mánuði reyna að koma einnig á Ólympíuleikana. Japanska sambandið hefur því þurft að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Dags og samkvæmt króatíska miðlinum 24sata er króatíska goðsögnin Ivano Balic efstur á lista. Hinn hárprúði Balic, sem er 44 ára, var lengi á meðal allra bestu leikmanna heims og var til að mynda í heimsmeistaraliði Króata árið 2003, og ólympíumeistaraliðinu 2004 þar sem hann var valinn besti leikmaðurinn. Sem þjálfari hefur Balic verið aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins, undir stjórn Hrvoje Horvat frá 2021 til 2023, og hann er núna í þjálfarateymi RK Split heima í Króatíu. Samkvæmt 24sata er Balic með tilboð frá Japan og hugnast starfið en líkt og Dagur myndi hann áfram geta búið í heimalandi sínu og ferðast nokkrum sinnum á ári til Japans. Miðillinn segir að þó að Japanir hafi aðeins dregið saman launakostnað vegna þjálfara og leikmanna landsliðsins þá muni Balic samt fá mjög góð laun samþykki hann tilboðið. Hann sé þó enn að íhuga málið. Á heimasíðu japanska handknattleikssambandsins var í gær tilkynnt um sautján leikmanna landsliðshóp sem spila mun vináttulandsleiki við Egptaland og Argentínu í Montpellier í Frakklandi, 14. og 16. mars, en tekið fram að nýr þjálfari hefði enn ekki verið ráðinn.
Handbolti Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira