Neymar og Messi eru góðir vinir og hafa verið liðsfélagar hjá bæði Barcelona og Paris Saint Germain.
Þeir eru líka stærstu stjörnur erkifjendanna i Suður-Ameríku, Argentínu og Brasilíu. Ekki mætast þeir þó á Copa América í sumar því Neymar verður þá enn að ná sér eftir krossbandsslit.
Neymar var í viðtali hjá ESPN í Argentínu um helgina og var hann þá spurður út í það að Messi sé að fá vini sína til sín til Miami.
#Video "OJALÁ VUELVA A JUGAR CON MESSI". Neymar dijo presente en el #BahrainGP y habló de su deseo de volver a compartir cancha con su amigo. https://t.co/2nPNG5DKZH
— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) March 2, 2024
„Vonandi getur við spilað aftur saman. Leo er frábær náungi, allir þekkja hann í fótboltanum og ég held að hann sé mjög ánægður. Þegar hann er ánægður þá er ég ánægður,“ sagði Neymar.
Neymar er leikmaður Al Hilal í Sádi Arabíu en fer ekki að spila aftur fyrr en í ágúst. Neymar talaði um að Messi hafi gengið í gegnum helvíti þegar hann var hjá Paris Saint Germain.
Þegar hinn þrítugi Neymar var spurður um það hvort hann ætlaði að enda feril sinn í Brasilíu þá var hann ekki alltof spenntur fyrir því „Ég veit það ekki. Ég efast um það. Ég veit ekki hvort ég spili aftur í Brasilíu,“ sagði Neymar.
„Ég myndi hins vegar elska það að spila í Bandaríkjunum ef ég segi alveg eins og er. Ég væri spenntur að taka alla vega eitt tímabil þar,“ sagði Neymar.
Neymar told ESPN Argentina:
— SPORF (@Sporf) March 4, 2024
"I hope we will get to play together again. Leo is a great person, everyone knows him. I think he is happy in Miami. If Messi is happy, I am happy too."
Football wants to see the return of MSN! pic.twitter.com/uix07h6IjC