Íslenska landsliðið hefur verið með á EM 2009 í Finnlandi, EM 2013 í Svíþjóð, EM 2017 í Hollandi og EM 2022 í Englandi. Nú er bara spurningin hvort þær verði líka með á EM 2025 í Sviss?
Dregið verður riðla í A-deild undankeppninnar í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss og hefst drátturinn klukkan 12:00 að íslenskum tíma.
Íslenska liðið er í þriðja styrkleikaflokki í drættinum, en alla fjóra flokkana má sjá hér neðst.
Coming up on Tuesday
— UEFA Women's EURO (@WEURO) March 4, 2024
The league stage draw for the Women's European Qualifiers will be streamed from 13:00 CET tomorrow (5 March).
Full details #WEURO2025
Tvö efstu lið hvers riðils fara beint áfram á EM, en hin tvö fara áfram í umspil og neðsta lið riðilsins fellur einnig um deild fyrir næstu útgáfu Þjóðadeildarinnar. Fyrstu leikir undankeppninnar fara fram í apríl.
Ísland gæti lent í algjörum matraðarriðli því liðið á möguleika á því að enda í riðli með bæði heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands.
England vann EM sumarið 2022 og Spánn vann heimsmeistaratitilinn í fyrrasumar eftir úrslitaleik á móti Englandi.
Belgía, Svíþjóð og Noregur eru í sama styrkleikaflokki og Ísland og verða því ekki í riðli stelpnanna að þessu sinni.
- Styrkleikaflokkur 1
- Spánn
- Frakkland
- Þýskaland
- Holland
- Styrkleikaflokkur 2
- England
- Danmörk
- Ítalía
- Austurríki
- Styrkleikaflokkur 3
- Ísland
- Belgía
- Svíþjóð
- Noregur
- Styrkleikaflokkur 4
- Írland
- Finnland
- Pólland
- Tékkland