Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 10:01 Þórir Jóhann Helgason hefur ekkert spilað undir stjórn Åge Hareide en lék 16 leiki undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, og skoraði í tveimur jafnteflisleikjum við Ísrael í Þjóðadeildinni sumarið 2022. Hann átti líka afar mikilvæga stoðsendingu gegn Albaníu í lokaleik keppninnar. vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). En íslenska liðið var langt frá því að tryggja sig inn á EM í gegnum undankeppnina í fyrra, hlaut þar tíu stig í sínum riðli og endaði í 4. sæti. Portúgal og Slóvakía enduðu efst og komust á EM. Þó að Lúxemborg hafi endað í 3. sæti riðilsins, sjö stigum fyrir ofan Ísland, þá eru það samt Íslendingar sem fá að fara í umspilið um síðustu sætin á EM. Unnu ekki leik en gerðu samt nógu vel Það er vegna þess að lokastaðan á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar ræður því hvaða lið komast í umspilið. Það eru sem sagt efstu liðin úr Þjóðadeildinni, sem ekki tryggðu sig svo inn á EM í gegnum undankeppnina, sem fá að fara í umspilið. Ísland gerði tvö jafntefli við Ísrael, og tvö jafntefli við Albaníu, í Þjóðadeildinni 2022 og það dugði á endanum til þess að skila liðinu í EM-umspil.vísir/Hulda Margrét Íslandi gekk samt ekkert vel í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Liðið vann ekki einn einasta leik. En fjögur jafntefli í fjórum leikjum dugðu samt til þess að liðið varð í 2. sæti í sínum riðli, á eftir engum öðrum en Ísraelsmönnum (8 stig) en fyrir ofan Albaníu (2 stig). Þetta var eini þriggja liða riðillinn í B-deildinni. Ísland hafði nefnilega heppnina með sér því liðið dróst í riðil með Rússlandi, sem var rekið úr keppninni eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst og þar með sett í neðsta sætið í riðli Íslands. Mark Mikaels gulls ígildi ári síðar Það hefði þó ekki dugað ef Ísland hefði tapað á útivelli gegn Albaníu í lokaleik sínum í keppninni, og staðan var enn 1-0 þegar komið var fram á sjöundu mínútu uppbótartíma. Íslenska liðið hafði auk þess verið manni færra í 80 mínútur eftir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk rautt spjald. En rétt fyrir lokaflautið átti Þórir Jóhann Helgason algjöra snilldarfyrirgjöf sem Mikael Anderson skilaði af öryggi í netið til að jafna metin, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Helstu atvikin úr leik Albaníu og Íslands Það var sem sagt þetta mark, skorað í september 2022, sem kom Íslandi í þá stöðu að geta tryggt sér EM-sæti í mars 2024. Ótrúlegt mikilvægi þessa marks var samt ekki endanlega ljóst fyrr en rúmu ári seinna, eftir að undankeppni EM lauk síðasta haust. Árangurinn í Þjóðadeildinni skilaði Ísrael sömuleiðis í EM-umspilið og úr því að UEFA leyfir Ísrael að vera með, þrátt fyrir stríðið á Gasa, fer leikurinn fram 21. mars. Hann verður þó spilaður í Búdapest í Ungverjalandi eftir að KSÍ harðneitaði að spila leikinn í Ísrael. Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). En íslenska liðið var langt frá því að tryggja sig inn á EM í gegnum undankeppnina í fyrra, hlaut þar tíu stig í sínum riðli og endaði í 4. sæti. Portúgal og Slóvakía enduðu efst og komust á EM. Þó að Lúxemborg hafi endað í 3. sæti riðilsins, sjö stigum fyrir ofan Ísland, þá eru það samt Íslendingar sem fá að fara í umspilið um síðustu sætin á EM. Unnu ekki leik en gerðu samt nógu vel Það er vegna þess að lokastaðan á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar ræður því hvaða lið komast í umspilið. Það eru sem sagt efstu liðin úr Þjóðadeildinni, sem ekki tryggðu sig svo inn á EM í gegnum undankeppnina, sem fá að fara í umspilið. Ísland gerði tvö jafntefli við Ísrael, og tvö jafntefli við Albaníu, í Þjóðadeildinni 2022 og það dugði á endanum til þess að skila liðinu í EM-umspil.vísir/Hulda Margrét Íslandi gekk samt ekkert vel í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Liðið vann ekki einn einasta leik. En fjögur jafntefli í fjórum leikjum dugðu samt til þess að liðið varð í 2. sæti í sínum riðli, á eftir engum öðrum en Ísraelsmönnum (8 stig) en fyrir ofan Albaníu (2 stig). Þetta var eini þriggja liða riðillinn í B-deildinni. Ísland hafði nefnilega heppnina með sér því liðið dróst í riðil með Rússlandi, sem var rekið úr keppninni eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst og þar með sett í neðsta sætið í riðli Íslands. Mark Mikaels gulls ígildi ári síðar Það hefði þó ekki dugað ef Ísland hefði tapað á útivelli gegn Albaníu í lokaleik sínum í keppninni, og staðan var enn 1-0 þegar komið var fram á sjöundu mínútu uppbótartíma. Íslenska liðið hafði auk þess verið manni færra í 80 mínútur eftir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk rautt spjald. En rétt fyrir lokaflautið átti Þórir Jóhann Helgason algjöra snilldarfyrirgjöf sem Mikael Anderson skilaði af öryggi í netið til að jafna metin, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Helstu atvikin úr leik Albaníu og Íslands Það var sem sagt þetta mark, skorað í september 2022, sem kom Íslandi í þá stöðu að geta tryggt sér EM-sæti í mars 2024. Ótrúlegt mikilvægi þessa marks var samt ekki endanlega ljóst fyrr en rúmu ári seinna, eftir að undankeppni EM lauk síðasta haust. Árangurinn í Þjóðadeildinni skilaði Ísrael sömuleiðis í EM-umspilið og úr því að UEFA leyfir Ísrael að vera með, þrátt fyrir stríðið á Gasa, fer leikurinn fram 21. mars. Hann verður þó spilaður í Búdapest í Ungverjalandi eftir að KSÍ harðneitaði að spila leikinn í Ísrael. Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira