„Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2024 20:18 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. „Þetta var bara svolítil brekka allan leikinn. Þeir mættu bara miklu betur gíraðir og voru miklu betri fyrstu tíu mínúturnar og þá líður manni eins og maður sé að elta allan leikinn eftir það,“ sagði Ásgeir Örn í leikslok. „Við gerum auðvitað einhverjar atlögur, en það kostar ógeðslega mikinn kraft. Svo verður þetta bara flatt aftur og þeir ná aftur upp fimm marka forskoti. Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það.“ Þá segir Ásgeir að slæm byrjun, bæði í fyrri og seinni hálfleik, hafi kostað Haukaliðið mikið. „Já, þá fer leikplanið svolítið út um þúfur þegar maður þarf að vera að elta svona mikið. Mér fannst við samt vera að ná aðeins að breyta taktinum, en það vantaði alltaf þetta smá upp á til að jafna. Þá vorum við að láta verja frá okkur eða skjóta í slána eða missum frákast varnarlega. Þetta er bara dæma um það að ef maður er ekki með kveikt á sér allan tíman þá dettur þetta bara hinum megin.“ Hann bætir þó einnig við að þrátt fyrir að Haukar hafi misst ÍBV langt fram úr sér undir lokinn hafi hann ekki fengið það á tilfinninguna að leikmenn hafi nokkrun tíma misst trú á verkefninu. „Nei alls ekki. Það er þarna 28-26 og við spilum fína vörn þar, höndin komin upp en hægri skyttan kemur upp og skorar. Bara týpískt fyrir það hvernig leikurinn var. Við hefðum getað haldið þessu áhlaupi áfram og minnkað niður í eitt og þá hefði þetta orðið alvöru leikur.“ Að lokum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að Haukar hafi unnið tíu marka sigur gegn ÍBV síðast þegar liðin mættust fyrir rétt rúmum mánuði hafi það ekki gefið nein fyrirheit um leik kvöldsins. „Ég held að við þurfum að fara bara mjög varlega í að meta þann leik. Við mættum klárir í þann leik og vorum komnir 8-9 mörkum yfir eftir korter. Augljóslega voru þeir bara mjög þungir og ekki tilbúnir eftir janúarmánuðinn.“ „Þannig að í undirbúningnum fyrir þennan leik fór ég mjög varlega í það að bera þessa leiki eitthvað mikið saman. Ég vissi alveg að þeir myndu mæta með miklu betra lið hingað í dag og sú varð raunin,“ sagði Ásgeir að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Sjá meira
„Þetta var bara svolítil brekka allan leikinn. Þeir mættu bara miklu betur gíraðir og voru miklu betri fyrstu tíu mínúturnar og þá líður manni eins og maður sé að elta allan leikinn eftir það,“ sagði Ásgeir Örn í leikslok. „Við gerum auðvitað einhverjar atlögur, en það kostar ógeðslega mikinn kraft. Svo verður þetta bara flatt aftur og þeir ná aftur upp fimm marka forskoti. Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það.“ Þá segir Ásgeir að slæm byrjun, bæði í fyrri og seinni hálfleik, hafi kostað Haukaliðið mikið. „Já, þá fer leikplanið svolítið út um þúfur þegar maður þarf að vera að elta svona mikið. Mér fannst við samt vera að ná aðeins að breyta taktinum, en það vantaði alltaf þetta smá upp á til að jafna. Þá vorum við að láta verja frá okkur eða skjóta í slána eða missum frákast varnarlega. Þetta er bara dæma um það að ef maður er ekki með kveikt á sér allan tíman þá dettur þetta bara hinum megin.“ Hann bætir þó einnig við að þrátt fyrir að Haukar hafi misst ÍBV langt fram úr sér undir lokinn hafi hann ekki fengið það á tilfinninguna að leikmenn hafi nokkrun tíma misst trú á verkefninu. „Nei alls ekki. Það er þarna 28-26 og við spilum fína vörn þar, höndin komin upp en hægri skyttan kemur upp og skorar. Bara týpískt fyrir það hvernig leikurinn var. Við hefðum getað haldið þessu áhlaupi áfram og minnkað niður í eitt og þá hefði þetta orðið alvöru leikur.“ Að lokum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að Haukar hafi unnið tíu marka sigur gegn ÍBV síðast þegar liðin mættust fyrir rétt rúmum mánuði hafi það ekki gefið nein fyrirheit um leik kvöldsins. „Ég held að við þurfum að fara bara mjög varlega í að meta þann leik. Við mættum klárir í þann leik og vorum komnir 8-9 mörkum yfir eftir korter. Augljóslega voru þeir bara mjög þungir og ekki tilbúnir eftir janúarmánuðinn.“ „Þannig að í undirbúningnum fyrir þennan leik fór ég mjög varlega í það að bera þessa leiki eitthvað mikið saman. Ég vissi alveg að þeir myndu mæta með miklu betra lið hingað í dag og sú varð raunin,“ sagði Ásgeir að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Sjá meira
„Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita