Farþegum fjölgaði um 66 prósent Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2024 11:06 Birgir Jónsson forstjóri Play segir félagið nú sjá eftirspurnina taka við sér eftir krefjandi tímabil í kjölfar „ónákvæms fréttflutnings á heimsvísu“ um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 106.042 farþega í nýliðnum febrúar og er um að ræða 66 prósenta aukningu frá febrúar á síðasta ári. Sætanýting í síðasta mánuði var 81 prósent, samanborið við 76,9 prósent í febrúar í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem aukning í sætanýtingu er sögð til marks um að eftirspurnin hafi tekið við sér á ný eftir að hafa orðið fyrir höggi vegna „ónákvæms fréttaflutnings á heimsvísu af jarðhræringum á Reykjanesskaga síðastliðið haust“. Fram kemur að af þeim farþegum sem hafi flogið með Play í síðasta mánuði hafi 27,9 prósent verið á leið frá Ísland, 40 prósent á leið til Íslands og 32,1 prósent tengifarþegar. Þá segir að aukning hafi orðið á sætanýtingu frá áfangastöðum í Norður Ameríku, úr 67 prósent í febrúar 2023 í 78 prósent í febrúar 2024. París og Barcelona hafi verið með yfir 90 prósent sætanýtingu og Alicante með 90 prósenta sætanýtingu. Stundvísi PLAY í febrúar mánuði var 90 prósent og það sem af er ári 2024 er stundvísi 84,1 prósent. Eftirspurn að taka við sér á ný Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að febrúar hafi verið nokkuð góður mánuður fyrir félagið. „Við sáum eftirspurnina taka við sér eftir krefjandi tímabil í kjölfar ónákvæms fréttflutnings á heimsvísu tengdum jarðhræringum sem minnkaði eftirspurnina eftir Íslandi sem áfangastað síðastliðna mánuði. Við sáum hins vegar viðsnúning í febrúar og í því samhengi er hægt að nefna að sætanýtingin var 81%, eða fjórum prósentustigum hærri en í febrúar í fyrra. Á sama tíma fjölgaði farþegum okkar um 66% í 106 þúsund. Flugrekstrarsviðið okkar og áhafnir náðu frábærum árangri með því að halda stundvísi í 90%, sem er mikið afrek yfir vetrarmánuðina á Íslandi og enn ein sönnun þess hve mikil fagmennska býr í teyminu. Við bættum nýlega við nýjum áfangastöðum í leiðakerfið okkar, Vilnius, Split, Madeira og Marrakesh. Það skemmtilega við Marrakesh fyrir okkur er að þetta verður í fyrsta sinn sem áætlunarflugi á milli Íslands og Afríku verður haldið úti.“ Næsta vaxtastig Þá er haft eftir Birgi að Play hafi náð mikilvægum áfanga með því að tryggja sér vilyrði upp á fjóra milljarða króna frá bæði núverandi og nýjum hluthöfum. „Þegar þessum fjármögnunaráfanga er lokið og hann hefur verið samþykktur á aðalfundi félagsins í mars, getum við tekið skrefið á næsta vaxtastig félagsins, vel fjármögnuð og með það fyrir augum að ná framtíðarmarkmiðum félagsins. Þegar við berum komandi sumarvertíð saman við síðasta ár, þá sjáum við umtalsvert hærri sætanýtingu og verð auk áframhaldandi vaxtar í hliðartekjum. Við höfum því margt til að gleðjast yfir og munum halda áfram að halda kostnaði lágum, auka tekjur og veita farþegum gæðaþjónustu á góðu verði,“ er haft eftir Birgi. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11 Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem aukning í sætanýtingu er sögð til marks um að eftirspurnin hafi tekið við sér á ný eftir að hafa orðið fyrir höggi vegna „ónákvæms fréttaflutnings á heimsvísu af jarðhræringum á Reykjanesskaga síðastliðið haust“. Fram kemur að af þeim farþegum sem hafi flogið með Play í síðasta mánuði hafi 27,9 prósent verið á leið frá Ísland, 40 prósent á leið til Íslands og 32,1 prósent tengifarþegar. Þá segir að aukning hafi orðið á sætanýtingu frá áfangastöðum í Norður Ameríku, úr 67 prósent í febrúar 2023 í 78 prósent í febrúar 2024. París og Barcelona hafi verið með yfir 90 prósent sætanýtingu og Alicante með 90 prósenta sætanýtingu. Stundvísi PLAY í febrúar mánuði var 90 prósent og það sem af er ári 2024 er stundvísi 84,1 prósent. Eftirspurn að taka við sér á ný Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að febrúar hafi verið nokkuð góður mánuður fyrir félagið. „Við sáum eftirspurnina taka við sér eftir krefjandi tímabil í kjölfar ónákvæms fréttflutnings á heimsvísu tengdum jarðhræringum sem minnkaði eftirspurnina eftir Íslandi sem áfangastað síðastliðna mánuði. Við sáum hins vegar viðsnúning í febrúar og í því samhengi er hægt að nefna að sætanýtingin var 81%, eða fjórum prósentustigum hærri en í febrúar í fyrra. Á sama tíma fjölgaði farþegum okkar um 66% í 106 þúsund. Flugrekstrarsviðið okkar og áhafnir náðu frábærum árangri með því að halda stundvísi í 90%, sem er mikið afrek yfir vetrarmánuðina á Íslandi og enn ein sönnun þess hve mikil fagmennska býr í teyminu. Við bættum nýlega við nýjum áfangastöðum í leiðakerfið okkar, Vilnius, Split, Madeira og Marrakesh. Það skemmtilega við Marrakesh fyrir okkur er að þetta verður í fyrsta sinn sem áætlunarflugi á milli Íslands og Afríku verður haldið úti.“ Næsta vaxtastig Þá er haft eftir Birgi að Play hafi náð mikilvægum áfanga með því að tryggja sér vilyrði upp á fjóra milljarða króna frá bæði núverandi og nýjum hluthöfum. „Þegar þessum fjármögnunaráfanga er lokið og hann hefur verið samþykktur á aðalfundi félagsins í mars, getum við tekið skrefið á næsta vaxtastig félagsins, vel fjármögnuð og með það fyrir augum að ná framtíðarmarkmiðum félagsins. Þegar við berum komandi sumarvertíð saman við síðasta ár, þá sjáum við umtalsvert hærri sætanýtingu og verð auk áframhaldandi vaxtar í hliðartekjum. Við höfum því margt til að gleðjast yfir og munum halda áfram að halda kostnaði lágum, auka tekjur og veita farþegum gæðaþjónustu á góðu verði,“ er haft eftir Birgi.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11 Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Sjá meira
Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45
Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45
Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11