Bellingham skoraði sigurmark í leiknum en það var ekki dæmt gilt af því að dómarinn hafði flautað leikinn af sekúndu áður. Dómarinn flautaði leikinn af þegar Real Madrid liðið var í stórsókn og um leið og liðsfélagi Bellingham var að senda boltann fyrir markið.
Bellingham trompaðist yfir þessari ákvörðun en fékk að launum rauða spjaldið fyrir mótmælin. Hann öskraði hvað eftir annað á dómarinn að þetta hafi verið f-g mark. Flestir skilja ekki hvernig dómarinn gat flautað leikinn af á slíkum tímapunkti en niðurstöðunni var ekki breytt.
Bellingham on two-game ban: Refs' body making 'example' of me https://t.co/b3FGbEI8c0
— ESPN (@espnvipweb) March 7, 2024
Real Madrid vildi vissulega láta draga rauða spjaldið til baka en aganefnd spænska knattspyrnusambandsins ákvað aftur á móti að dæma enska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann.
Bellingham var spurður út í bannið eftir Meistaradeildarleik Real Madrid í vikunni.
„Það er erfitt að tala um þetta því það eru áfrýjanir í gangi,“ sagði Jude Bellingham við Movistar eftir leikinn.
„Það eina sem ég get sagt er að fara yfir það hvað gerðist og að dómarinn skuli hafa flautað þarna. Hann er mennskur en það er ég líka,“ sagði Bellingham.
„Ég sagði ekkert móðgandi. Mér finnst að af því að ég er nýr í deildinni þá séu þeir að gera mig að víti til varnaðar. Það er allt í góðu mín vegna. Ég verð að taka ábyrgð á minni hegðun,“ sagði Bellingham.
„Mér finnst tveggja leikja bann svolítið fáránlegt en ef ég fæ ekki að spila þessa tvo leiki þá mun ég styðja liðið úr stúkunni,“ sagði Bellingham.
Ojo: la secuencia "Fucking goal" de Bellingham como aún no la habías visto
— MARCA (@marca) March 4, 2024
Así lo captó Chema Rey pic.twitter.com/MO9t1n0Dzx