„Hjartað í liðinu“ braut sköflunginn í Höllinni Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 17:59 Bæði Selfyssingar og Stjörnufólk fóru strax að huga að Kötlu Maríu þegar hún meiddist í gær. vísir/Anton Það var strax ljóst að Katla María Magnúsdóttir hefði meiðst alvarlega þegar hún lá eftir óvíg, og augljóslega sárkvalin, í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta í gærkvöld. Katla María hafði átt frábæran leik fyrir Selfoss og skorað fjögur mörk gegn Stjörnunni í gær þegar hún lenti afar illa eftir skottilraun, á tuttugustu mínútu. Selfoss var þá yfir, 9-7. Nú er komið í ljós að Katla María braut sköflunginn en þetta staðfesti Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, í samtali við mbl.is. Í frétt handbolta.is segir að Katla María hafi einnig farið úr vinstri ökklalið. Þar sem Katla María lá óvíg á vellinum virtist enginn lengur hugsa um sætið í bikarúrslitaleiknum, sem í boði var, og þusti bæði Stjörnufólk og Selfyssingar að til að huga að henni. Nokkuð hlé var á leiknum áður en Katla María var borin af velli og klöppuðu allir í Höllinni vel henni til stuðnings þegar hún yfirgaf svæðið. Spilað hverja mínútu og verið hjartað í liðinu Án Kötlu Maríu náði 1. deildarlið Selfoss engu að síður að gefa Stjörnunni háspennuleik sem fór í framlengingu en þar hafði Stjarnan að lokum betur, með minnsta mun, 26-25. Stjarnan mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Eyþór þjálfari sagði í viðtali við Vísi strax eftir leik í gærkvöld að það hefði verið áfall fyrir alla að horfa upp á Kötlu Maríu meiðast svo alvarlega. „Katla María hefur spilað með þessu liði í 18 mánuði og spilað hverja einustu mínútu þar sem hún hefur verið hjartað í liðinu. Að þetta hafi gerst á þessu sviði eru gríðarleg vonbrigði fyrir hana sérstaklega. Ég hef ekki heyrt neitt en ég sá þetta og þetta leit ekki vel út.“ Powerade-bikarinn UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Katla María hafði átt frábæran leik fyrir Selfoss og skorað fjögur mörk gegn Stjörnunni í gær þegar hún lenti afar illa eftir skottilraun, á tuttugustu mínútu. Selfoss var þá yfir, 9-7. Nú er komið í ljós að Katla María braut sköflunginn en þetta staðfesti Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, í samtali við mbl.is. Í frétt handbolta.is segir að Katla María hafi einnig farið úr vinstri ökklalið. Þar sem Katla María lá óvíg á vellinum virtist enginn lengur hugsa um sætið í bikarúrslitaleiknum, sem í boði var, og þusti bæði Stjörnufólk og Selfyssingar að til að huga að henni. Nokkuð hlé var á leiknum áður en Katla María var borin af velli og klöppuðu allir í Höllinni vel henni til stuðnings þegar hún yfirgaf svæðið. Spilað hverja mínútu og verið hjartað í liðinu Án Kötlu Maríu náði 1. deildarlið Selfoss engu að síður að gefa Stjörnunni háspennuleik sem fór í framlengingu en þar hafði Stjarnan að lokum betur, með minnsta mun, 26-25. Stjarnan mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Eyþór þjálfari sagði í viðtali við Vísi strax eftir leik í gærkvöld að það hefði verið áfall fyrir alla að horfa upp á Kötlu Maríu meiðast svo alvarlega. „Katla María hefur spilað með þessu liði í 18 mánuði og spilað hverja einustu mínútu þar sem hún hefur verið hjartað í liðinu. Að þetta hafi gerst á þessu sviði eru gríðarleg vonbrigði fyrir hana sérstaklega. Ég hef ekki heyrt neitt en ég sá þetta og þetta leit ekki vel út.“
Powerade-bikarinn UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita