Fótbolti

Atlético Madrid mis­steig sig gegn fallbaráttuliði Cádiz

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Atlético Madrid féll á prófinu í dag.
Atlético Madrid féll á prófinu í dag. David S.Bustamante/Soccrates/Getty Images

Atlético Madrid mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti fallbaráttulið Cádiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Madrídarliðið var enn í titilbaráttu fyrir leik dagsins, en eftir tapið erlíklega hægt að segja að sá draumur sé svo gott sem úr sögunni.

Juanmi kom heimamönnum í Cádiz yfir með marki á 24. mínútu áður en hann tryggði liðinu 2-0 sigur með sínu öðru marki þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnaður.

Niðurstaðan því 2-0 sigur Cádiz sem nú er með 22 stig eftir 28 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti. Atlético Madrid situr hins vegar í fjórða sæti með 55 stig, 11 stigum á eftir toppliði Real Madrid sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×