Eiginkona Carmen, Amy, greinir frá andlátinu á opinberri heimasíðu söngvarans. Segir að hann hafi andast í svefni um liðna helgi.
Eric Carmen fæddist í Ohio og vakti athygli sem söngvari poppsveitarinnar The Raspberries sem stofnuð var í Cleveland árið 1970.
Sveitin var starfrækt til ársins 1975 og hóf Carmen þá sólóferil. Lag hans frá 1975, All By Myself, átti eftir að njóta mikilla vinsælda, síðar í flutningi kanadísku söngkonunnar Celine Dion.
Þá hljómaði lag hans Hungry Eyes í kvikmyndinni Dirty Dancing frá 1987, auk þess að lag hans Almost Paradise hljómaði í myndinni Footloose.
Carmen lætur eftir sig eiginkonuna Amy og tvö börn, þau Kathryn og Clayton.