Átta dagar í EM-umspil: Njósnar fyrir Ísland í Bosníu Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 10:58 Mykhailo Mudryk og félagar í úkraínska landsliðinu spila fyrir framan Jörgen Lennartsson, njósnara Íslands, í Bosníu í næstu viku því mögulega mætast Ísland og Úkraína í úrslitaleik um EM-sæti. Samsett/Getty Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, einbeitir sér alfarið að leiknum við Ísrael í EM-umspilinu í næstu viku en hefur valið tvo „njósnara“ til undirbúnings fyrir mögulegan úrslitaleik um EM-sæti. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Íslenski hópurinn verður valinn á föstudaginn og kemur svo saman til æfinga næsta mánudag, vel undirbúinn um það sem búast má við frá Ísrael sem Ísland mætti reyndar í Þjóðadeildinni sumarið 2022. En á meðan Ísland og Ísrael mætast þá eigast Bosnía og Úkraína við í Bosníu og þar verður sænskur njósnari að störfum fyrir Ísland. Sá heitir Jörgen Lennartsson og vann með Hareide hjá danska landsliðinu og í Helsingborg, og kom inn í teymi íslenska landsliðsins í fyrra. „Vil geta einbeitt mér alfarið að Ísrael“ Lennartsson er með það hlutverk að greina sérstaklega lið Úkraínu, til að geta svo gefið Hareide og leikmönnum Íslands gagnlega skýrslu. Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson einbeita sér að leiknum við Ísrael í næstu viku og vonandi verður gleðin við völd eftir þann leik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hann veit hverju hann á að leita eftir, því hann veit hvað ég vil sjá. Hann mætir með öll smáatriðin til okkar til Búdapest,“ segir Hareide við Vísi og bætir við: „Ég skildi Úkraínu eftir í höndunum á öðrum því ég vil geta einbeitt mér alfarið að leiknum við Ísrael.“ Davíð með allar upplýsingar um Bosníu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, mun svo veita sína sýn á leik Bosníu, fari svo að Bosníumenn verði andstæðingar Íslands. Davíð verður þó ekki á leik Bosníu við Úkraínu þar sem áætlanir varðandi undirbúning fyrir mikilvægan leik U21-landsliðsins við Tékkland breyttust, en sá leikur fer fram 26. mars. Hareide og hans fólk veit hins vegar margt um Bosníumenn eftir að hafa mætt þeim, og Hareide reiknar líka mun frekar með því að mæta Úkraínu í úrslitaleik. „Davíð er með allar upplýsingar um Bosníu og mun fylgja bosníska liðinu eftir, þó að hann eigi einnig mikilvægan leik fyrir höndum með U21-liðinu gegn Tékklandi daginn eftir okkar leik. Hann mun undirbúa allt fari svo að Bosnía vinni Úkraínu, en ég held að það gerist ekki. Við höfum líka mætt Bosníu áður og vitum margt um það lið,“ segir Hareide. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01 Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Mjög skrýtinn misskilningur Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Fleiri fréttir HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Íslenski hópurinn verður valinn á föstudaginn og kemur svo saman til æfinga næsta mánudag, vel undirbúinn um það sem búast má við frá Ísrael sem Ísland mætti reyndar í Þjóðadeildinni sumarið 2022. En á meðan Ísland og Ísrael mætast þá eigast Bosnía og Úkraína við í Bosníu og þar verður sænskur njósnari að störfum fyrir Ísland. Sá heitir Jörgen Lennartsson og vann með Hareide hjá danska landsliðinu og í Helsingborg, og kom inn í teymi íslenska landsliðsins í fyrra. „Vil geta einbeitt mér alfarið að Ísrael“ Lennartsson er með það hlutverk að greina sérstaklega lið Úkraínu, til að geta svo gefið Hareide og leikmönnum Íslands gagnlega skýrslu. Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson einbeita sér að leiknum við Ísrael í næstu viku og vonandi verður gleðin við völd eftir þann leik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hann veit hverju hann á að leita eftir, því hann veit hvað ég vil sjá. Hann mætir með öll smáatriðin til okkar til Búdapest,“ segir Hareide við Vísi og bætir við: „Ég skildi Úkraínu eftir í höndunum á öðrum því ég vil geta einbeitt mér alfarið að leiknum við Ísrael.“ Davíð með allar upplýsingar um Bosníu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, mun svo veita sína sýn á leik Bosníu, fari svo að Bosníumenn verði andstæðingar Íslands. Davíð verður þó ekki á leik Bosníu við Úkraínu þar sem áætlanir varðandi undirbúning fyrir mikilvægan leik U21-landsliðsins við Tékkland breyttust, en sá leikur fer fram 26. mars. Hareide og hans fólk veit hins vegar margt um Bosníumenn eftir að hafa mætt þeim, og Hareide reiknar líka mun frekar með því að mæta Úkraínu í úrslitaleik. „Davíð er með allar upplýsingar um Bosníu og mun fylgja bosníska liðinu eftir, þó að hann eigi einnig mikilvægan leik fyrir höndum með U21-liðinu gegn Tékklandi daginn eftir okkar leik. Hann mun undirbúa allt fari svo að Bosnía vinni Úkraínu, en ég held að það gerist ekki. Við höfum líka mætt Bosníu áður og vitum margt um það lið,“ segir Hareide.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01 Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Mjög skrýtinn misskilningur Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Fleiri fréttir HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Sjá meira
Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01
Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01