Sársaknar sérhannaðrar úlpu: „Þetta er bara listaverkið mitt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2024 21:00 Úlpan er meðal annars kyrfilega merkt Andra, ber eftirnafnið hans Unnarsson. Andri Hrafn Gunnarsson, fatahönnuður sem búsettur er í Danmörku, sársaknar sérhannaðrar úlpu sem er hans eigin hönnun. Úlpan hvarf eftir að Andri lagði hana frá sér um stund á Kaffibarnum í miðbæ Reykjavíkur. „Ég rétt leit af henni til að dansa, eins og maður gerir,“ segir Andri í samtali við Vísi. Hann birti færslu um úlpuna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann segist vona að einhver hafi tekið úlpuna í misgripum. Andri er einn af öflugustu fatahönnuðum landsins. Undanfarin ár hefur hann meðal annars komið að búningahönnun Eurovision hóps Íslands þegar Hatari keppti árið 2019. Síðast tók hann þátt í að hanna búninga fyrir atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni. Rætt var við Andra í Júrógarðinum, sérstökum Eurovision þætti Vísis, úti í Ísrael árið 2019. Gæti ekki hannað úlpuna aftur „Ég gerði úlpuna í mastersnáminu mínu fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Andri. Hann nam fatahönnun úti í Kaupmannahöfn. Hönnun úlpunnar hafi verið hluti af áfanga þar sem áhersla hafi verið lögð á að gera færri hluti á lengri tíma. Það fer ekki á milli mála að úlpan er sérhönnuð. „Það tók mig alveg sirkabát mánuð að gera bara úlpuna. Þetta var mikil smáatriðavinna í henni sem ég hef í dag ekki tæki eða tól í. Þarna eru vélar sem maður þarf að hafa aðgang að, sem hinn almennari borgari hefur yfirleitt ekki.“ Ljóst sé því að úlpuna geti hann ekki gert aftur. Fyrir utan aðbúnaðinn sjálfan væri auk þess erfitt að finna þann mikla tíma aftur sem þarf í gerð úlpunnar, nú þegar Andri er ekki lengur nemandi. „Þetta er bara listaverkið mitt. Þetta er mitt handverk, mitt hugvit og mínir draumórar. Ég er svo sem ekkert bjartsýnn á að hún rati aftur til mín, ef ég á að vera alveg hreinskilinn en maður verður að reyna allt.“ Tíska og hönnun Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Ég rétt leit af henni til að dansa, eins og maður gerir,“ segir Andri í samtali við Vísi. Hann birti færslu um úlpuna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann segist vona að einhver hafi tekið úlpuna í misgripum. Andri er einn af öflugustu fatahönnuðum landsins. Undanfarin ár hefur hann meðal annars komið að búningahönnun Eurovision hóps Íslands þegar Hatari keppti árið 2019. Síðast tók hann þátt í að hanna búninga fyrir atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni. Rætt var við Andra í Júrógarðinum, sérstökum Eurovision þætti Vísis, úti í Ísrael árið 2019. Gæti ekki hannað úlpuna aftur „Ég gerði úlpuna í mastersnáminu mínu fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Andri. Hann nam fatahönnun úti í Kaupmannahöfn. Hönnun úlpunnar hafi verið hluti af áfanga þar sem áhersla hafi verið lögð á að gera færri hluti á lengri tíma. Það fer ekki á milli mála að úlpan er sérhönnuð. „Það tók mig alveg sirkabát mánuð að gera bara úlpuna. Þetta var mikil smáatriðavinna í henni sem ég hef í dag ekki tæki eða tól í. Þarna eru vélar sem maður þarf að hafa aðgang að, sem hinn almennari borgari hefur yfirleitt ekki.“ Ljóst sé því að úlpuna geti hann ekki gert aftur. Fyrir utan aðbúnaðinn sjálfan væri auk þess erfitt að finna þann mikla tíma aftur sem þarf í gerð úlpunnar, nú þegar Andri er ekki lengur nemandi. „Þetta er bara listaverkið mitt. Þetta er mitt handverk, mitt hugvit og mínir draumórar. Ég er svo sem ekkert bjartsýnn á að hún rati aftur til mín, ef ég á að vera alveg hreinskilinn en maður verður að reyna allt.“
Tíska og hönnun Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira