Cavallo er enn að spila og hefur nú komið sér aftur í sviðsljósið. Ástralski fótboltamaðurinn sagði frá stórri stund í sínu lífi á samfélagsmiðlum.
Cavallo er að fara gifta sig og hann ákvað að bera fram bónorðið inn á fótboltavelli. Cavallo þakkaði fótboltafélaginu Adelaide United fyrir aðstoðina við að skipuleggja bónorðið.
Cavallo fór nefnilega á skeljarnar og bað unnusta síns Leighton Morrell á heimavelli Adelaide United. Hann segist fá öruggt umhverfi til að vera hann sjálfur hjá félaginu þar sem hann spilar sem vinstri bakvörður eða miðjumaður.
„Mér fannst réttast að gera þetta inn á fótboltavellinum þar sem þetta allt byrjaði,“ skrifaði Joshua Cavallo á samfélagsmiðla sína.
Cavallo kom út úr skápnum í október 2021 og sagðist þá búinn að fá nóg af því skammast sín fyrir kynhneigð sína og þurfa að lifa tvöföldu lífi.
Fótboltamenn höfðu komið út úr skápnum áður en aðeins eftir að þeir höfðu setta fótboltaskóna upp á hillu.
Starting this year with my fiancée
— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) March 13, 2024
Thank you @adelaideunited for helping set up this surprise.
You have provided a safe space in football, one that I never in my dreams thought could ever be possible. To share this special moment on the pitch, where it all started pic.twitter.com/9ThwrN2Yol