Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2024 10:30 Dominik Szoboszlai er nú orðinn fyrirliði ungverska landsliðsins. EPA-EFE/Tamas Kovacs Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. Íslensku strákarnir tryggðu sér hreinan úrslitaleik um EM-sætið haustið 2020 með 2-1 sigri á Rúmeníu í undanúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Liðið mætti í framhaldinu Ungverjum í Búdapest mánuði síðar. Kórónuveiran hafði mikil áhrif á umspilið sem átti að fara fram í mars en fór ekki fram fyrr en í október og nóvember. Úrslitaleikurinn um EM-sætið fór fram 12. nóvember á Puskás Aréna í Búdapest. Íslenska liðið byrjaði frábærlega og komst í 1-0 með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 11. mínútu. Markið skoraði Gylfi beint úr aukaspyrnu. Þannig var staðan þar til á 88. mínútu þegar íslenska þjóðin var farin að telja niður og sá annað Evrópumótið í röð í hyllingum. Dramatíkin í lokin Ísland var á leiðinni á EM þegar Ungverjar snéru við leiknum á lokamínútunum. Loic Négo jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok og þegar það voru komnar tvær mínútur af uppbótartíma þegar Dominik Szoboszlai skoraði sigurmarkið. Szoboszlai var þarna nýorðinn tvítugur og leikmaður austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Markið var glæsilegt og sýndi að þar var mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Það vita miklu fleiri hver Szoboszlai er í dag en enska stórliðið Liverpool keypti hann frá þýska liðinu RB Leipzig síðasta sumar. Ungverjinn hefur þegar stimplað sig inn í Liverpool liðinu en reyndar verið mikið meiddur það sem af er nýju ári. Draumurinn um þriðja stórmótið dó þarna á lokasekúndunum á Puskás Aréna en nú er komið að skipta þessum minningum út í leiknum á móti Ísrael í vikunni. Aldrei verið jafn sorgmæddur „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var líka svekktur eftir tapið. „Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt. Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni,“ sagði Aron Einar. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Íslensku strákarnir tryggðu sér hreinan úrslitaleik um EM-sætið haustið 2020 með 2-1 sigri á Rúmeníu í undanúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Liðið mætti í framhaldinu Ungverjum í Búdapest mánuði síðar. Kórónuveiran hafði mikil áhrif á umspilið sem átti að fara fram í mars en fór ekki fram fyrr en í október og nóvember. Úrslitaleikurinn um EM-sætið fór fram 12. nóvember á Puskás Aréna í Búdapest. Íslenska liðið byrjaði frábærlega og komst í 1-0 með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 11. mínútu. Markið skoraði Gylfi beint úr aukaspyrnu. Þannig var staðan þar til á 88. mínútu þegar íslenska þjóðin var farin að telja niður og sá annað Evrópumótið í röð í hyllingum. Dramatíkin í lokin Ísland var á leiðinni á EM þegar Ungverjar snéru við leiknum á lokamínútunum. Loic Négo jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok og þegar það voru komnar tvær mínútur af uppbótartíma þegar Dominik Szoboszlai skoraði sigurmarkið. Szoboszlai var þarna nýorðinn tvítugur og leikmaður austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Markið var glæsilegt og sýndi að þar var mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Það vita miklu fleiri hver Szoboszlai er í dag en enska stórliðið Liverpool keypti hann frá þýska liðinu RB Leipzig síðasta sumar. Ungverjinn hefur þegar stimplað sig inn í Liverpool liðinu en reyndar verið mikið meiddur það sem af er nýju ári. Draumurinn um þriðja stórmótið dó þarna á lokasekúndunum á Puskás Aréna en nú er komið að skipta þessum minningum út í leiknum á móti Ísrael í vikunni. Aldrei verið jafn sorgmæddur „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var líka svekktur eftir tapið. „Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt. Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni,“ sagði Aron Einar.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira