Sjáðu höggin í mögnuðum sigri Scheffler: „Fengi kinnhest frá konunni“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 07:33 Scottie Scheffler glaðbeittur eftir sigurinn sögulega. Getty/Logan Bowles Bandaríkjamanninum Scottie Scheffler tókst með mögnuðum lokahring að tryggja sér sigur á Players meistaramótinu í golfi í gær, og þar með skrá nafn sitt rækilega í sögubækurnar. Scheffler er fyrstur í sögunni til þess að vinna Players tvö ár í röð. Það gerði hann þrátt fyrir hálsmeiðsli sem hann fékk meðferð við á öðrum keppnisdegi. Hann tryggði sér sigurinn, með eins höggs forskoti, með því að spila lokahringinn á aðeins 64 höggum, eða átta höggum undir pari. A 64 in 64 seconds. Relive Scottie Scheffler's impressive final round @THEPLAYERS. pic.twitter.com/0YWWNso3nq— PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2024 Eitt af lykilhöggum Scheffler, sem segja má að hafi að lokum trygg honum sigur, var á fjórðu braut í gær þegar hann tryggði sér örn með fallegu höggi af 84 metra færi. Making impossible shots seem possible Scottie Scheffler's hole-out eagle on No. 4 ended up being the difference at THE PLAYERS Championship. (Powered by @ComcastBusiness) pic.twitter.com/ImGtsAik4s— PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2024 Scheffler endaði einu höggi á undan Brian Harman, Xander Schauffele og Wyndham Clark. Schauffele var efstur þeirra fyrir lokahringinn en lék hann á -2 höggum. Clark var eins nálægt því að komast í bráðabana eins og hægt er en boltinn skrúfaðist upp úr holunni í pútti hans á síðustu holunni. One ... shot ... short ... Heartbreak for Wyndham Clark on the 72nd hole @THEPLAYERS. pic.twitter.com/6d1Qa3elOa— PGA TOUR (@PGATOUR) March 17, 2024 Sigurinn tryggði Scheffler 4,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 620 milljónir króna. Hann er jafnframt sá fyrsti í hálfrar aldar sögu mótsins til að verja titilinn sinn. Scheffler sagðist eftir sigurinn búa að því að hafa góðan stuðning og grínaðist með það að það hjálpaði sér að eiginkonu hans væri alveg sama um afrek hans á golfvellinum. „Ég á frábæra eiginkonu og ef ég færi að tala um að koma heim með bikarana og raða þeim um húsið, til að spígspora í kringum þá eins og einher kall, þá fengi ég kinnhest frá konunni minni og hún segði mér að hætta að láta svona,“ sagði Scheffler. Scottie Scheffler after winning 2024 Players Championship: "I have a great wife, and if I started taking my trophies and putting them all over the house and walking in all big-time, I think she would smack me on the side of the head and tell me to get over myself pretty quickly." pic.twitter.com/WJMGeYP09W— Golfweek (@golfweek) March 17, 2024 „Þetta er ansi einstakt. Þetta er eitthvað sem maður fær ekki oft tækifæri til að gera. Það er nógu erfitt að vinna þetta mót einu sinni,“ sagði Scheffler. Hann er aðeins 27 ára og því einnig yngstur í sögunni til að hafa unnið mótið tvisvar. Aðeins Jack Nicklaus hefur unnið það oftar eða þrisvar sinnum. Golf Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Scheffler er fyrstur í sögunni til þess að vinna Players tvö ár í röð. Það gerði hann þrátt fyrir hálsmeiðsli sem hann fékk meðferð við á öðrum keppnisdegi. Hann tryggði sér sigurinn, með eins höggs forskoti, með því að spila lokahringinn á aðeins 64 höggum, eða átta höggum undir pari. A 64 in 64 seconds. Relive Scottie Scheffler's impressive final round @THEPLAYERS. pic.twitter.com/0YWWNso3nq— PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2024 Eitt af lykilhöggum Scheffler, sem segja má að hafi að lokum trygg honum sigur, var á fjórðu braut í gær þegar hann tryggði sér örn með fallegu höggi af 84 metra færi. Making impossible shots seem possible Scottie Scheffler's hole-out eagle on No. 4 ended up being the difference at THE PLAYERS Championship. (Powered by @ComcastBusiness) pic.twitter.com/ImGtsAik4s— PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2024 Scheffler endaði einu höggi á undan Brian Harman, Xander Schauffele og Wyndham Clark. Schauffele var efstur þeirra fyrir lokahringinn en lék hann á -2 höggum. Clark var eins nálægt því að komast í bráðabana eins og hægt er en boltinn skrúfaðist upp úr holunni í pútti hans á síðustu holunni. One ... shot ... short ... Heartbreak for Wyndham Clark on the 72nd hole @THEPLAYERS. pic.twitter.com/6d1Qa3elOa— PGA TOUR (@PGATOUR) March 17, 2024 Sigurinn tryggði Scheffler 4,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 620 milljónir króna. Hann er jafnframt sá fyrsti í hálfrar aldar sögu mótsins til að verja titilinn sinn. Scheffler sagðist eftir sigurinn búa að því að hafa góðan stuðning og grínaðist með það að það hjálpaði sér að eiginkonu hans væri alveg sama um afrek hans á golfvellinum. „Ég á frábæra eiginkonu og ef ég færi að tala um að koma heim með bikarana og raða þeim um húsið, til að spígspora í kringum þá eins og einher kall, þá fengi ég kinnhest frá konunni minni og hún segði mér að hætta að láta svona,“ sagði Scheffler. Scottie Scheffler after winning 2024 Players Championship: "I have a great wife, and if I started taking my trophies and putting them all over the house and walking in all big-time, I think she would smack me on the side of the head and tell me to get over myself pretty quickly." pic.twitter.com/WJMGeYP09W— Golfweek (@golfweek) March 17, 2024 „Þetta er ansi einstakt. Þetta er eitthvað sem maður fær ekki oft tækifæri til að gera. Það er nógu erfitt að vinna þetta mót einu sinni,“ sagði Scheffler. Hann er aðeins 27 ára og því einnig yngstur í sögunni til að hafa unnið mótið tvisvar. Aðeins Jack Nicklaus hefur unnið það oftar eða þrisvar sinnum.
Golf Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira