Sagður vera næsti James Bond Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. mars 2024 09:40 Aaron Taylor-Johnson er næsti James Bond ef marka má breska miðla. Aldara Zarraoa/Getty Images Breski leikarinn Aaron Taylor-Johnson er sagður hafa verið valinn til þess að taka við af Daniel Craig í hlutverki njósnara hans hátignar, James Bond. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky fréttastofunnar þar sem segir þó að leikarinn hafi enn ekki samþykkt boðið. Leikarinn er þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndum líkt og Kick-Ass og Avengers:Age of Ultron. Báðar eru ofurhetjumyndir. Þá er hann jafnframt með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Kraven sem væntanleg er á árinu og fjallar um samnefnt illmenni úr heimi Kóngulóarmannsins. Hann er 33 ára gamall og hefur áður sagst vera spenntur fyrir tilhugsuninni um að leika njósnarann. Daniel Craig lék njósnarann í síðustu fimm kvikmyndum. Þeirri fyrstu árið 2006, Casino Royale. Sú síðasta kom út árið 2021 og hét No Time to Die. Ljóst var eftir þá síðustu að hann myndi ekki endurtaka leikinn í hlutverki þessa frægasta njósnara í heimi. Breska Sky fréttastofan fullyrðir að boð um að leika njósnarann sé á borðinu hjá Aaron Taylor-Johnson. Verið sé að vinna að undirbúningi hans fyrstu myndar en fullyrt er að allar líkur séu á því að hann muni skrifa undir samning og taka að sér hlutverkið. Hann verður því að öllum líkindum sjöundi leikarinn til að taka að sér hlutverk Bond. Áður höfðu margir talið að breski leikarinn, hinn 51 árs gamli Idris Elba myndi hreppa hlutverkið. Hann sagði í september síðastliðinn að það kæmi hinsvegar ekki til greina, vegna ógeðfelldra ummæla á netinu um húðlit hans. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikarinn er þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndum líkt og Kick-Ass og Avengers:Age of Ultron. Báðar eru ofurhetjumyndir. Þá er hann jafnframt með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Kraven sem væntanleg er á árinu og fjallar um samnefnt illmenni úr heimi Kóngulóarmannsins. Hann er 33 ára gamall og hefur áður sagst vera spenntur fyrir tilhugsuninni um að leika njósnarann. Daniel Craig lék njósnarann í síðustu fimm kvikmyndum. Þeirri fyrstu árið 2006, Casino Royale. Sú síðasta kom út árið 2021 og hét No Time to Die. Ljóst var eftir þá síðustu að hann myndi ekki endurtaka leikinn í hlutverki þessa frægasta njósnara í heimi. Breska Sky fréttastofan fullyrðir að boð um að leika njósnarann sé á borðinu hjá Aaron Taylor-Johnson. Verið sé að vinna að undirbúningi hans fyrstu myndar en fullyrt er að allar líkur séu á því að hann muni skrifa undir samning og taka að sér hlutverkið. Hann verður því að öllum líkindum sjöundi leikarinn til að taka að sér hlutverk Bond. Áður höfðu margir talið að breski leikarinn, hinn 51 árs gamli Idris Elba myndi hreppa hlutverkið. Hann sagði í september síðastliðinn að það kæmi hinsvegar ekki til greina, vegna ógeðfelldra ummæla á netinu um húðlit hans.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein