Ísland er í einni af þremur umspilskeppnum um sæti á EM og þarf að vinna Ísrael á fimmtudaginn, og í kjölfarið sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, 26. mars, til að komast inn á EM.
Samkvæmt We Global Football, síðu sem sérhæfir sig í að meta vinningslíkur út frá fyrri úrslitum, er Ísland ólíklegasta þjóðin af þessum fjórum til að komast inn á EM. Líkur Íslendinga eru aðeins 6,80% sem þýðir að fólk ætti líklega að bíða með að bóka flug til München í júní.
EURO 2024 Playoffs
— We Global Football (@We_Global) March 18, 2024
Path A
Wales - 48.15%
Poland - 36.06%
Finland - 13.06%
Estonia - 2.74%
Path B
Ukraine - 64.02%
Israel - 18.36%
Bosnia - 10.81%
Iceland - 6.80%
Path C
Greece - 45.18%
Georgia - 43.91%
Luxembourg - 7.03%
Kazakhstan - 3.88%
Úkraína er talin langlíklegust til að komast inn á EM, með 64,02% líkur. Ísrael kemur næst með 18,36% og Bosnía er með 10,81% líkur.
Í hinum umspilskeppnunum virðist keppnin fyrir fram jafnari. Í A-keppninni eru Wales (48,15%) og Pólland (36,06%) líklegust en Grikkland (45,18%) og Georgía (43,91%) eru líklegust í C-keppninni.