Aðalfundi Landsbankans frestað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2024 13:50 Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Stöð 2/Einar Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar segir að Bankasýslan hafi með bréfi í dag óskað eftir upplýsingum varðandi tilboð Landsbankans í TM tryggingar hf. Bankaráð muni svara bréfinu innan tilskilins frests. Tilkynnt var um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM á sunnudaginn. Bankasýslan segist hafa komið af fjöllum við tilkynningu um kaupin og þá hefur fjármálaráðherra sagst ekki munu samþykkja kaupin nema þá sem hluta af sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Ríkið er langstærsti hluthafinn í bankanum. Bankasýslan lýsti yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans og krafðist þess að aðalfundinum yrði frestað. Sem nú er orðin raunin. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri segir það vera hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. Þá hefur hún bent á að bankinn sé ekki ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst ekki munu taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum fyrr en sölunni á Íslandsbanka verður lokið. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að hefja söluferli á þeim hluta ríkisins í Íslandsbanka sem eftir stendur. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, setur stórt spurningamerki við að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst um gang mála. Ljóst sé að fjármálaráðherra hafi vitað af viðræðum um kaup fyrir hálfum öðrum mánuði en ekki krafist þess að Bankasýsla kannaði málið. Ráðherra hafi eftirlitsskyldu með Bankasýslunni. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36 „Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar segir að Bankasýslan hafi með bréfi í dag óskað eftir upplýsingum varðandi tilboð Landsbankans í TM tryggingar hf. Bankaráð muni svara bréfinu innan tilskilins frests. Tilkynnt var um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM á sunnudaginn. Bankasýslan segist hafa komið af fjöllum við tilkynningu um kaupin og þá hefur fjármálaráðherra sagst ekki munu samþykkja kaupin nema þá sem hluta af sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Ríkið er langstærsti hluthafinn í bankanum. Bankasýslan lýsti yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans og krafðist þess að aðalfundinum yrði frestað. Sem nú er orðin raunin. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri segir það vera hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. Þá hefur hún bent á að bankinn sé ekki ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst ekki munu taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum fyrr en sölunni á Íslandsbanka verður lokið. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að hefja söluferli á þeim hluta ríkisins í Íslandsbanka sem eftir stendur. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, setur stórt spurningamerki við að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst um gang mála. Ljóst sé að fjármálaráðherra hafi vitað af viðræðum um kaup fyrir hálfum öðrum mánuði en ekki krafist þess að Bankasýsla kannaði málið. Ráðherra hafi eftirlitsskyldu með Bankasýslunni.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36 „Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36
„Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48
Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28