Ísraelar segja Ísland vera að drukkna í krísu Aron Guðmundsson skrifar 20. mars 2024 10:09 Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands og Guðlaugur Victor Pálsson, fallast í faðma eftir leik gegn Portúgal á síðast ári Vísir/ Hulda Margrét Á ísraelska vefmiðlinum One má finna ítarlegan greinarstúf sem ber nafnið Ísland í sídýpkandi krísu. Þar eru málavendingar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu undanfarin ár rekin en á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. „Minningar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð,“ eru orðin sem greinin hefst á og er hnignun íslenska landsliðsins frá þessum tímum svo kortlögð. Á þeim tíma hafi vonir staðið til þess að góður árangur Íslands inn á knattspyrnuvellinum myndi halda áfram. Ein kynslóð myndi taka við af annarra. „Í stuttu máli sagt varð það ekki raunin. Hnignun liðsins var hröð.“ Michael Yokhin, blaðamaður One sem ritar greinina segir nokkrar ástæður fyrir döprum árangri íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Rekur hann meðal annars þar mál nokkurra af stærstu leikmönnum íslenska landsliðsins. Mál tengd Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni, sem voru sakaðir um kynferðisbrot, eigi þátt í því en bæði mál hafa nú verið látið niður falla en á meðan að málin voru í gangi máttu Gylfi Þór og Aron ekki spila með landsliðinu. Þá vekur hann athygli á því að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, sé snúinn aftur í íslenska landsliðið eftir af kynferðisbrotamál á hendur honum var látið niður falla. Niðurfellingin var kærð en stjórn KSÍ hefur heimilað Alberti að taka þátt í leik morgundagsins. Staðreyndin sé einnig sú að fáir leikmenn í núverandi leikmannahópi Íslands hafi verið hluti af HM hópi liðsins árið 2018. Á sama tíma séu nokkur dæmi um núverandi landsliðsmenn Íslands sem séu að fá fá tækifæri með sínum félagsliðum. Nefnir Yochin þá Hjört Hermannsson, Hákon Rafn Valdimarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Yokhin tekur Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands einnig fyrir. „Hann er hikandi í að gefa tveimur ungum leikmönnum tækifæri á miðjunni. Segir þá of unga. Þá Ísak Bergmann Jóhannesson og Kristian Nökkva Hlynsson sem er jafnan í byrjunarliði Ajax. Hann er án efa mest skapandi leikmaður Íslands þessa dagana en hefur bara einn hálfleik á sinni ferilskrá með íslenska landsliðinu. Ekki er búist við því að Hareide tefli honum fram gegn Ísrael. Það eru góðar fréttir fyrir Alon Hazan (landsliðsþjálfara Ísrael) og leikmenn hans.“ Á heildina litið hafi frammistaða Íslands í síðustu undankeppni ekki verið upp á marga fiska. „Drastískar breytingar þurfa að eiga sér stað ef leikurinn gegn Ísrael á ekki að vera beint framhald af þeirri undankeppni. Sæluminningarnar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð og í raun og veru er staða íslenska liðsins dökk eins og er. Ísraelska landsliðið ber nú þá ábyrgð að sjá til þess að Íslendingar komist ekki út úr sinni krísu.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
„Minningar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð,“ eru orðin sem greinin hefst á og er hnignun íslenska landsliðsins frá þessum tímum svo kortlögð. Á þeim tíma hafi vonir staðið til þess að góður árangur Íslands inn á knattspyrnuvellinum myndi halda áfram. Ein kynslóð myndi taka við af annarra. „Í stuttu máli sagt varð það ekki raunin. Hnignun liðsins var hröð.“ Michael Yokhin, blaðamaður One sem ritar greinina segir nokkrar ástæður fyrir döprum árangri íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Rekur hann meðal annars þar mál nokkurra af stærstu leikmönnum íslenska landsliðsins. Mál tengd Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni, sem voru sakaðir um kynferðisbrot, eigi þátt í því en bæði mál hafa nú verið látið niður falla en á meðan að málin voru í gangi máttu Gylfi Þór og Aron ekki spila með landsliðinu. Þá vekur hann athygli á því að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, sé snúinn aftur í íslenska landsliðið eftir af kynferðisbrotamál á hendur honum var látið niður falla. Niðurfellingin var kærð en stjórn KSÍ hefur heimilað Alberti að taka þátt í leik morgundagsins. Staðreyndin sé einnig sú að fáir leikmenn í núverandi leikmannahópi Íslands hafi verið hluti af HM hópi liðsins árið 2018. Á sama tíma séu nokkur dæmi um núverandi landsliðsmenn Íslands sem séu að fá fá tækifæri með sínum félagsliðum. Nefnir Yochin þá Hjört Hermannsson, Hákon Rafn Valdimarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Yokhin tekur Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands einnig fyrir. „Hann er hikandi í að gefa tveimur ungum leikmönnum tækifæri á miðjunni. Segir þá of unga. Þá Ísak Bergmann Jóhannesson og Kristian Nökkva Hlynsson sem er jafnan í byrjunarliði Ajax. Hann er án efa mest skapandi leikmaður Íslands þessa dagana en hefur bara einn hálfleik á sinni ferilskrá með íslenska landsliðinu. Ekki er búist við því að Hareide tefli honum fram gegn Ísrael. Það eru góðar fréttir fyrir Alon Hazan (landsliðsþjálfara Ísrael) og leikmenn hans.“ Á heildina litið hafi frammistaða Íslands í síðustu undankeppni ekki verið upp á marga fiska. „Drastískar breytingar þurfa að eiga sér stað ef leikurinn gegn Ísrael á ekki að vera beint framhald af þeirri undankeppni. Sæluminningarnar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð og í raun og veru er staða íslenska liðsins dökk eins og er. Ísraelska landsliðið ber nú þá ábyrgð að sjá til þess að Íslendingar komist ekki út úr sinni krísu.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn