Fótbolti

149 milljóna trygging og Dani Alves laus úr fangelsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dani Alves situr hér fyrir framan dómara í dómstólnum í Barcelona.
Dani Alves situr hér fyrir framan dómara í dómstólnum í Barcelona. Getty/D.Zorrakino

Dani Alves hefur verið sleppt úr fangelsi gegn tryggingu en Brasilíumaðurinn hafði áfrýjað fangelsisdómi sínum.

Þessi fyrrum brasilíski fótboltamaður hefur dúsað í fangelsi síðan að hann var handtekinn í janúar í fyrra. Dómarinn þá vildi ekki sleppa honum gegn tryggingu að ótta við það að hann myndi flýja Spán.

Alves var síðan dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í febrúar fyrir að nauðga konu á skemmtistað í Barcelona. Hann hefur verið margsaga í málinu og breytt sögu sinni oftar en tvisvar sinnum.

Alves áfrýjaði dómnum og sóttist eftir því að losna úr fangelsinu þar til að dómstóllinn í Barcelona tekur fyrir áfrýjun hans.

Alves gaf eftir vegabréf sitt og lofaði því að halda sig í Barcelona en reyna ekki að flýja til Brasilíu.

Dómstóllinn í Barcelona ákvað að hleypa honum út gegn tryggingu en að tryggingin yrði ein milljón evra eða 149 milljónir íslenskra króna.

Alves er sigursælasti fótboltamaður allra tíma en hann hefur unnið 43 titla á ferlinum og stóran hluta þeirra með Barcelona liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×