Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 11:52 Åge Hareide sést hér á hliðarlínunni með íslenska landsliðinu. Getty/Octavio Passos Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. Á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins, ræddi við blaðamenn í Búdapest í hádeginu ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrirliða landsliðsins. Það var fljótt ljóst að ísraelskir blaðamenn voru mættir á fundinn til að þjarma að norska þjálfaranum. Þeir vildu spyrja hann út í ummæli sín um stríðið. Åge sagðist ekki sjá eftir ummælum sínum þegar hann var spurður um ummæli sín varðandi stríðið í Gasa. Klippa: Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Age Hareide á fundinum „Ég kem frá þjóð þar sem er málfrelsi. Stundum verður ruglingur í þýðingu. Ég hef áhuga á pólitík og veit allt um gíslana (hjá Hamas)," segir Hareide og heldur áfram að útskýra mál sitt. „Ég hef ekkert á móti Ísraelsmönnum," sagði Hareide. Fleiri spurningar komu um stöðuna á Gasa og hvort hann skilji stöðuna. „Ég held að það sé ekki sanngjarnt að fara út í pólitíska umræðu núna. Ég vildi bara segja að við verðum að spila þennan leik, og að við erum bara að spila við knattspyrnumenn en ekki ísraelsku þjóðina," sagði Hareide. Hareide fékk líka spurningu frá sænskri blaðakonu um hvort til greina hafi komið að sniðganga leikinn. „Nei, við höfum ekki rætt það. Við höfum ekki átt neinar pólitískar samræður varðandi þetta. UEFA og þeir sem ráða í fótboltanum verða að ákveða þetta. Við erum fótboltamenn og ráðum því ekki hvað pólitíkusarnir gera," segir Hareide. Klippa: Blaðamannafundur Íslands í Búdapest Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Sjá meira
Á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins, ræddi við blaðamenn í Búdapest í hádeginu ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrirliða landsliðsins. Það var fljótt ljóst að ísraelskir blaðamenn voru mættir á fundinn til að þjarma að norska þjálfaranum. Þeir vildu spyrja hann út í ummæli sín um stríðið. Åge sagðist ekki sjá eftir ummælum sínum þegar hann var spurður um ummæli sín varðandi stríðið í Gasa. Klippa: Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Age Hareide á fundinum „Ég kem frá þjóð þar sem er málfrelsi. Stundum verður ruglingur í þýðingu. Ég hef áhuga á pólitík og veit allt um gíslana (hjá Hamas)," segir Hareide og heldur áfram að útskýra mál sitt. „Ég hef ekkert á móti Ísraelsmönnum," sagði Hareide. Fleiri spurningar komu um stöðuna á Gasa og hvort hann skilji stöðuna. „Ég held að það sé ekki sanngjarnt að fara út í pólitíska umræðu núna. Ég vildi bara segja að við verðum að spila þennan leik, og að við erum bara að spila við knattspyrnumenn en ekki ísraelsku þjóðina," sagði Hareide. Hareide fékk líka spurningu frá sænskri blaðakonu um hvort til greina hafi komið að sniðganga leikinn. „Nei, við höfum ekki rætt það. Við höfum ekki átt neinar pólitískar samræður varðandi þetta. UEFA og þeir sem ráða í fótboltanum verða að ákveða þetta. Við erum fótboltamenn og ráðum því ekki hvað pólitíkusarnir gera," segir Hareide. Klippa: Blaðamannafundur Íslands í Búdapest Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Sjá meira