Nýtt framboð raforku mætir ekki aukinni eftirspurn fyrr en 2027 Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2024 12:01 Smyrlabjargaárvirkjun í Suðursveit. Vísir/Vilhelm Nýtt framboð raforku mætir ekki aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Nýtt framboð getur dugað fyrir umfangsmiklum orkuskiptaverkefnum árið 2030 ef því er ekki ráðstafað í önnur verkefni. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri orkuspá Orkustofnunar sem gefin var út í dag. Í spánni eru tvær sviðsmyndir, grunnspá og háspá, sem gefa innsýn í framtíð raforkumarkaðarins og framtíð orkuskipta. Við útreikninga er litið til mannfjölda, fjölda ferðamanna og fjölda bifreiða á á Íslandi. Sem dæmi er gert ráð fyrir því að samkvæmt grunnspá verði hér um 550 þúsund íbúar árið 2050 en samkvæmt háspá um 600 þúsund. Til samanburðar þá er öll orkunotkun á Íslandi í dag um 20 TWh og nota íslensk heimili aðeins um fimm prósent af þeirri orku. Í spánni kemur fram að umtalsverð eftirspurn hefur verið eftir raforku síðustu tvö ár vegna bæði stórnotkunar og vegna þess að raforkuverð í heildsölu hefur nálgast verð á öðrum Norðurlöndum. Því er aukinn vilji til að byggja nýja raforkuvinnslu en í mörgum tilfellum hefur undirbúningur virkjanakosta og tenginga þeirra við flutningskerfið gengið hægt frá samþykki í rammaáætlun. Almennar forsendur við útreikninga í skýrslunni. Mynd/Orkustofnun En þó kemur einnig fram að svo að hagkvæmni náist í framleiðslu rafeldsneytis þurfi aukinn stuðning við slík verkefni eða að raforkuverð lækki umfram vænta þróun. „Erfitt getur verið fyrir orkuskiptaverkefni að keppa við aðra stórnotendur á markaði um kaup á raforku sem og við innflutning sem þiggur niðurgreiðslur. Kostnaður endurnýjanlegs eldsneytis er mun hærri en jarðefnaeldsneytis,“ segir í spánni. Þá kemur einnig fram að orkuskipti í vegasamgöngum og hjá skipum þurfa að ganga umtalsvert hraðar en í núverandi stöðu svo að skuldbindingar á ábyrgð Íslands í loftslagsmálum náist. Tíu teravött í framleiðslu rafeldsneytis Eins og fram kom að ofan eru tvær sviðsmyndir, háspá og grunnspá. Í háspá er gert ráð fyrir að bein notkun raforku vegna orkuskipta verði nærri 2,5 teravattstundir (TWh) og allt að 10 TWh vegna framleiðslu rafeldsneytis árið 2050 til jafns við innanlands- og millilandanotkun. Hóflegur vöxtur í grunnspá Í háspá er gert ráð fyrir auknum umsvifum í stórnotkun og miðað við háspár um mannfjölda og komu ferðamanna. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir hraðari orkuskiptum og að rafeldsneyti verði framleitt í takti við eftirspurn í innanlands- og millilandanotkun. Í grunnspá er litið til hóflegs vaxtar í umsvifum og núverandi þróunar í orkuskiptum [e. business as usual]. Litið er til miðspáa í mannfjölda og komu ferðamanna. Vöxtur stórnotkunar fylgir svipuðum vexti og undanfarin ár en gert er ráð fyrir að rafeldsneyti verði innflutt á tímabilinu. Í tilkynningu frá Orkustofnun um spána segir að umtalsverðar umbætur hafi verið gerðar á orkuspánni frá fyrri árum með framboðsspá og verðspá raforku, hagkvæmnisgreiningu rafeldsneytis ásamt bættum gögnum og aðferðarfræði í greiningum vegasamgangna. Ítarleg fylgigögn og nánari greiningar um hana eru að finna á vef Orkustofnunar. Þá segir að stofnunin hafi einnig hafi reglulega birtingu á skammtímahorfum á raforkumarkaði undir nafninu raforkuvísar, og aukið tíðni gagnabirtinga fyrir raforku og orkuskipti. Hægt er að nálgast niðurstöður og forsendur Orkuspárinnar hér. Gagnvirka framsetningu á helstu niðurstöðum Orkuspárinnar má finna hér. Orkuskipti Orkumál Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Í spánni eru tvær sviðsmyndir, grunnspá og háspá, sem gefa innsýn í framtíð raforkumarkaðarins og framtíð orkuskipta. Við útreikninga er litið til mannfjölda, fjölda ferðamanna og fjölda bifreiða á á Íslandi. Sem dæmi er gert ráð fyrir því að samkvæmt grunnspá verði hér um 550 þúsund íbúar árið 2050 en samkvæmt háspá um 600 þúsund. Til samanburðar þá er öll orkunotkun á Íslandi í dag um 20 TWh og nota íslensk heimili aðeins um fimm prósent af þeirri orku. Í spánni kemur fram að umtalsverð eftirspurn hefur verið eftir raforku síðustu tvö ár vegna bæði stórnotkunar og vegna þess að raforkuverð í heildsölu hefur nálgast verð á öðrum Norðurlöndum. Því er aukinn vilji til að byggja nýja raforkuvinnslu en í mörgum tilfellum hefur undirbúningur virkjanakosta og tenginga þeirra við flutningskerfið gengið hægt frá samþykki í rammaáætlun. Almennar forsendur við útreikninga í skýrslunni. Mynd/Orkustofnun En þó kemur einnig fram að svo að hagkvæmni náist í framleiðslu rafeldsneytis þurfi aukinn stuðning við slík verkefni eða að raforkuverð lækki umfram vænta þróun. „Erfitt getur verið fyrir orkuskiptaverkefni að keppa við aðra stórnotendur á markaði um kaup á raforku sem og við innflutning sem þiggur niðurgreiðslur. Kostnaður endurnýjanlegs eldsneytis er mun hærri en jarðefnaeldsneytis,“ segir í spánni. Þá kemur einnig fram að orkuskipti í vegasamgöngum og hjá skipum þurfa að ganga umtalsvert hraðar en í núverandi stöðu svo að skuldbindingar á ábyrgð Íslands í loftslagsmálum náist. Tíu teravött í framleiðslu rafeldsneytis Eins og fram kom að ofan eru tvær sviðsmyndir, háspá og grunnspá. Í háspá er gert ráð fyrir að bein notkun raforku vegna orkuskipta verði nærri 2,5 teravattstundir (TWh) og allt að 10 TWh vegna framleiðslu rafeldsneytis árið 2050 til jafns við innanlands- og millilandanotkun. Hóflegur vöxtur í grunnspá Í háspá er gert ráð fyrir auknum umsvifum í stórnotkun og miðað við háspár um mannfjölda og komu ferðamanna. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir hraðari orkuskiptum og að rafeldsneyti verði framleitt í takti við eftirspurn í innanlands- og millilandanotkun. Í grunnspá er litið til hóflegs vaxtar í umsvifum og núverandi þróunar í orkuskiptum [e. business as usual]. Litið er til miðspáa í mannfjölda og komu ferðamanna. Vöxtur stórnotkunar fylgir svipuðum vexti og undanfarin ár en gert er ráð fyrir að rafeldsneyti verði innflutt á tímabilinu. Í tilkynningu frá Orkustofnun um spána segir að umtalsverðar umbætur hafi verið gerðar á orkuspánni frá fyrri árum með framboðsspá og verðspá raforku, hagkvæmnisgreiningu rafeldsneytis ásamt bættum gögnum og aðferðarfræði í greiningum vegasamgangna. Ítarleg fylgigögn og nánari greiningar um hana eru að finna á vef Orkustofnunar. Þá segir að stofnunin hafi einnig hafi reglulega birtingu á skammtímahorfum á raforkumarkaði undir nafninu raforkuvísar, og aukið tíðni gagnabirtinga fyrir raforku og orkuskipti. Hægt er að nálgast niðurstöður og forsendur Orkuspárinnar hér. Gagnvirka framsetningu á helstu niðurstöðum Orkuspárinnar má finna hér.
Orkuskipti Orkumál Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent