Varaþingmaður Viðreisnar á Stórmeistaramótinu í Counter-Strike Snorri Már Vagnsson skrifar 21. mars 2024 14:00 Rafn tók þátt á Stórmeistaramótinu í Counter-Strike. Leikurinn er einn sá vinsælasti í heiminum. Rafn Helgason tók þingsæti sem varamaður Viðreisnar þann 18. mars síðastliðinn í fjarveru Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Rafn er sömuleiðis þekktur sem „Sterling“ í netheimum þar sem hann keppir í leiknum Counter-Strike. Rafn spilaði eina viðureign í íslenska Stórmeistaramótinu í Counter-Strike sem er í gangi þessa dagana. Rafn „Sterling“ spilaði með liðinu GooDCompany sem spilaði þrjár viðureignir á mótinu en sigraði enga. Rafn lék gegn lið NOCCO Dusty, en Dusty hafnaði í öðru sæti deildarkeppninnar og eru eitt af sterkustu liðum landsins. Náði hann þá að fella andstæðinga 23 sinnum í leiknum og gerði 60 skaða að meðaltali í lotu. Þrátt fyrir að ná ekki langt á Stórmeistaramótinu hefur Rafn nú undirritað drengskaparheit að stjórnarskránni og getur því talist fyrsti maðurinn til að sitja á þingi og keppa á rafíþróttamóti hérlendis. Stórmeistaramótinu í Counter-Strike lýkur um helgina með úrslitakeppni. Fylgjast má nánar með á Frag.is Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Alþingi Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport
Rafn spilaði eina viðureign í íslenska Stórmeistaramótinu í Counter-Strike sem er í gangi þessa dagana. Rafn „Sterling“ spilaði með liðinu GooDCompany sem spilaði þrjár viðureignir á mótinu en sigraði enga. Rafn lék gegn lið NOCCO Dusty, en Dusty hafnaði í öðru sæti deildarkeppninnar og eru eitt af sterkustu liðum landsins. Náði hann þá að fella andstæðinga 23 sinnum í leiknum og gerði 60 skaða að meðaltali í lotu. Þrátt fyrir að ná ekki langt á Stórmeistaramótinu hefur Rafn nú undirritað drengskaparheit að stjórnarskránni og getur því talist fyrsti maðurinn til að sitja á þingi og keppa á rafíþróttamóti hérlendis. Stórmeistaramótinu í Counter-Strike lýkur um helgina með úrslitakeppni. Fylgjast má nánar með á Frag.is
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Alþingi Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport