Ísland, Ísrael, Bosnía/Hersegóvína og Úkraína eru saman á B-leiðinni.
Á A-leið mættust Wales og Finnland annars vegar, Pólland og Eistland hins vegar.
Pólland vann 5-1 gegn tíu Eistum. Eistinn Maksim Paskotsi var rekinn af velli í stöðunni 1-0.
Pólverjar munu mæta Wales í úrslitaumspilsleiknum. Wales vann 4-1 sigur gegn Finnlandi. David Brooks, Neco Williams, Brennan Johnson og Dan James skoruðu mörk Walesverja, Teemu Pukki setti boltann í netið fyrir Finna.
Úrslitaumspilsleikur Wales og Póllands mun fara fram á Cardiff City leikvanginum í Wales.
Á C-leið mættust Georgía og Lúxemburg í fyrri leik og Grikkaland keppti gegn Kasakstan í seinni leik.
Georgía vann góðan 2-0 sigur í fyrri leiknum með tveimur mörkum frá Budu Zivzivadze. Þeir munu því mæta Grikklandi sem vann öruggan 5-0 sigur gegn Kasakstan.
Úrslitaumspilsleikur þeirra mun fara fram í Georgíu á Boris Paichadze Dinamo leikvanginum í Tbilisi.