„Auðvelt að hlaupa vitandi af honum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2024 22:27 Guðmundur Þórarinsson spilaði vel fyrir íslenska liðið í kvöld. Vísir Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu í sigrinum á Ísrael í dag. Hann sagðist hafa hugsað að Eran Zahavi myndi klúðra áður en hann tók seinni vítaspyrnu Ísraela í leiknum. „Vá, mikið af tilfinningum auðvitað og maður er glaður fyrir liðið. Þetta var frábær frammistaða í heild sinni hjá okkur. Maður er búinn að stefna að þessu endalaust. Ég hef verið lengi að spila erlendis og alltaf með þetta markmið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Ungverjalandi í kvöld. Guðmundur var þó ekki kominn á EM í huganum og minntist á úrslitaleikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn kemur. „Það er einn leikur eftir og ég veit að við munum leggja allt í sölurnar til að komast alla leið.“ Ísrael fékk tækifæri til að jafna metin í 2-2 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Eran Zahavi skaut hins vegar framhjá og var Guðmundur sallarólegur fyrir vítaspyrnuna. „Ég er búinn að „manifesta“ þetta svo lengi þannig að ég hugsaði með mér að hann hlýtur að klúðra sem hann gerði. Að sjálfsögðu var það erfitt augnablik. Við vorum orðnir manni fleiri þá. Maður hugsaði að þó þetta færi í 2-2 þá værum við að skapa okkur helling af færum. Að sjálfsögðu var þetta erfitt augnablik og maður vildi auðvitað ekki að þeir myndu skora. Þeir gerðu það sem betur fer ekki og við náðum að klára þetta.“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson var einn af fáum íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni í kvöld en hann og Guðmundur eru bræður. Guðmundur viðurkenndi að það hefði verið gott að vita af bróður sínum í stúkunni. „Já, úff. Eftir það sem hefur verið í gangi síðustu ár. Geðveikt að hann skyldi komast á leikinn og hann er á geggjuðu róli. Það var auðvelt að hlaupa vitandi af honum. Þetta spilar allt saman.“ „Ég er ekkert að tjá mig mikið um það, fótboltinn skiptir máli í augnablikinu. Að sjálfsögðu gefur þetta kraft vitandi hvað við höfum gengið í gegnum síðustu misserin.“ Á þriðjudaginn er svo úrslitaleikurinn um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Andstæðingurinn verður Úkraína sem vann 2-1 endurkomusigur á Bosníu í kvöld. „Ég lofa að leggja allt í sölurnar. Þetta verður erfiður leikur en ég hef fulla trú á okkur.“ Klippa: Viðtal við Guðmundu Þórarinsson Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
„Vá, mikið af tilfinningum auðvitað og maður er glaður fyrir liðið. Þetta var frábær frammistaða í heild sinni hjá okkur. Maður er búinn að stefna að þessu endalaust. Ég hef verið lengi að spila erlendis og alltaf með þetta markmið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Ungverjalandi í kvöld. Guðmundur var þó ekki kominn á EM í huganum og minntist á úrslitaleikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn kemur. „Það er einn leikur eftir og ég veit að við munum leggja allt í sölurnar til að komast alla leið.“ Ísrael fékk tækifæri til að jafna metin í 2-2 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Eran Zahavi skaut hins vegar framhjá og var Guðmundur sallarólegur fyrir vítaspyrnuna. „Ég er búinn að „manifesta“ þetta svo lengi þannig að ég hugsaði með mér að hann hlýtur að klúðra sem hann gerði. Að sjálfsögðu var það erfitt augnablik. Við vorum orðnir manni fleiri þá. Maður hugsaði að þó þetta færi í 2-2 þá værum við að skapa okkur helling af færum. Að sjálfsögðu var þetta erfitt augnablik og maður vildi auðvitað ekki að þeir myndu skora. Þeir gerðu það sem betur fer ekki og við náðum að klára þetta.“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson var einn af fáum íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni í kvöld en hann og Guðmundur eru bræður. Guðmundur viðurkenndi að það hefði verið gott að vita af bróður sínum í stúkunni. „Já, úff. Eftir það sem hefur verið í gangi síðustu ár. Geðveikt að hann skyldi komast á leikinn og hann er á geggjuðu róli. Það var auðvelt að hlaupa vitandi af honum. Þetta spilar allt saman.“ „Ég er ekkert að tjá mig mikið um það, fótboltinn skiptir máli í augnablikinu. Að sjálfsögðu gefur þetta kraft vitandi hvað við höfum gengið í gegnum síðustu misserin.“ Á þriðjudaginn er svo úrslitaleikurinn um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Andstæðingurinn verður Úkraína sem vann 2-1 endurkomusigur á Bosníu í kvöld. „Ég lofa að leggja allt í sölurnar. Þetta verður erfiður leikur en ég hef fulla trú á okkur.“ Klippa: Viðtal við Guðmundu Þórarinsson Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn