Gylfi Þór hetjan síðast þegar Ísland og Úkraína mættust Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 09:01 Gylfi Þór í leiknum gegn Úkraínu 2017 Vísir/Anton Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun á morgun leika hreinan úrslitaleik gegn Úkraínu um laust sæti á komandi Evrópumóti. Liðin hafa alls mæst fjórum sinnum í mótsleikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Íslands í síðustu viðureign liðanna. Úrslitaleikur Íslands og Úkraínu fer fram á Tarczynski leikvanginum í Wroclaw í Póllandi. Leikvangurinn tekur um fjörutíu og þrjú þúsund manns í sæti og sigurliðið mun tryggja sér farmiðann á EM í Þýskalandi. Aðeins fimm af núverandi leikmönnum sem mynda landsliðshóp Íslands voru í leikmannahópi liðsins í síðustu viðureign gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018 sem fór fram á Laugardalsvelli. Það eru þeir Sverrir Ingi Ingason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Hjörtur Hermannsson og Arnór Ingvi Traustason. Árið 2017 er eitt af gullaldarárum íslenska landsliðsins sem hafði árið áður komist í fyrsta sinn á stórmót, EM 2016, þar sem að liðið vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Komst alla leið í átta liða úrslit mótsins. Í undankeppni HM 2018 hélt íslenska landsliðið uppteknum hætti, toppaði riðil sinn og tryggði sér beint sæti á HM í Rússlandi. Á þeirri vegferð sinni kom landslið Úkraínu í heimsókn í september árið 2017. Troðfullur Laugardalsvöllur hvatti Strákana okkar leggja Úkraínumenn af velli. Tvenna frá Gylfa Þór Sigurðssyni sigldi sigrinum heim. Hér fyrir neðan má sjá helstu atriði úr síðasta leik Íslands og Úkraínu. Stórleikur morgundagsins verður svo á dagskrá Stöðvar 2 Sport í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Vonumst eftir svipuðum úrslitum. Þá verður EM sætið tryggt. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Úrslitaleikur Íslands og Úkraínu fer fram á Tarczynski leikvanginum í Wroclaw í Póllandi. Leikvangurinn tekur um fjörutíu og þrjú þúsund manns í sæti og sigurliðið mun tryggja sér farmiðann á EM í Þýskalandi. Aðeins fimm af núverandi leikmönnum sem mynda landsliðshóp Íslands voru í leikmannahópi liðsins í síðustu viðureign gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018 sem fór fram á Laugardalsvelli. Það eru þeir Sverrir Ingi Ingason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Hjörtur Hermannsson og Arnór Ingvi Traustason. Árið 2017 er eitt af gullaldarárum íslenska landsliðsins sem hafði árið áður komist í fyrsta sinn á stórmót, EM 2016, þar sem að liðið vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Komst alla leið í átta liða úrslit mótsins. Í undankeppni HM 2018 hélt íslenska landsliðið uppteknum hætti, toppaði riðil sinn og tryggði sér beint sæti á HM í Rússlandi. Á þeirri vegferð sinni kom landslið Úkraínu í heimsókn í september árið 2017. Troðfullur Laugardalsvöllur hvatti Strákana okkar leggja Úkraínumenn af velli. Tvenna frá Gylfa Þór Sigurðssyni sigldi sigrinum heim. Hér fyrir neðan má sjá helstu atriði úr síðasta leik Íslands og Úkraínu. Stórleikur morgundagsins verður svo á dagskrá Stöðvar 2 Sport í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Vonumst eftir svipuðum úrslitum. Þá verður EM sætið tryggt. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira