Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2024 19:30 Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir Bankasýslu ríkisins ekki hafa óskað eftir viðbótargögnum frá ráðinu um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Bankaráð Landsbankans svaraði í dag bréfi Bankasýslu ríkisins frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Í svari bankaráðs er rakið að formaður þess hafi í júlí í fyrra greint Bankasýslunni frá því í tölvupósti að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa TM. Bankasýsla hafi samdægur svarað tölvupóstinum án athugasemda varðandi kaupin. Formlegt söluferli á TM hafi þá hafist 17. nóvember síðastliðinn og rúmum mánuði síðan hafi bankaráð upplýst Bankasýsluna í símtali við stjórnarformann að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Tölduð þið það vera nóg? „Við töldum að við hefðum upplýst Bankasýsluna nægilega. Við gerðum það fyrst í fyrra sumar, við gerðum það í desember, þegar við lögðum fram óskuldbindandi tilboð, og Bankasýslan hefur ekki á neinum tíma síðan beðið um viðbótargögn,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Landsbankinn hafi 15. mars síðastliðinn lagt fram skuldbindandi tilboð í TM og upplýst Bankasýsluna um það tveimur dögum síðar. Forstjóri bankasýslunnar sagði í bréfi til fjármálaráðherra á dögunum að engar formlegar upplýsingar hefði á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Helga Björk hafi einungis minnst á áhuga bankans á að taka þátt í óformlegu símtali í desember. Því hafi kauptilboðið komið honum að óvörum, sem fjármálaráðherra hefur tekið undir. Koma þessi viðbrögð á óvart? „Já, þau koma mér reyndar mjög á óvart. Af því að við erum búin að vera í samtölum eða höfum upplýst um okkar áhuga á því að kaupa TM frá því í fyrra sumar. Þeirra viðbrögð koma mér mjög á óvart.“ Fréttastofa óskaði ítrekað eftir viðbrögðum frá Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra BAnkasýslunnar, í dag án árangurs. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51 Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. 22. mars 2024 10:59 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bankaráð Landsbankans svaraði í dag bréfi Bankasýslu ríkisins frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Í svari bankaráðs er rakið að formaður þess hafi í júlí í fyrra greint Bankasýslunni frá því í tölvupósti að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa TM. Bankasýsla hafi samdægur svarað tölvupóstinum án athugasemda varðandi kaupin. Formlegt söluferli á TM hafi þá hafist 17. nóvember síðastliðinn og rúmum mánuði síðan hafi bankaráð upplýst Bankasýsluna í símtali við stjórnarformann að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Tölduð þið það vera nóg? „Við töldum að við hefðum upplýst Bankasýsluna nægilega. Við gerðum það fyrst í fyrra sumar, við gerðum það í desember, þegar við lögðum fram óskuldbindandi tilboð, og Bankasýslan hefur ekki á neinum tíma síðan beðið um viðbótargögn,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Landsbankinn hafi 15. mars síðastliðinn lagt fram skuldbindandi tilboð í TM og upplýst Bankasýsluna um það tveimur dögum síðar. Forstjóri bankasýslunnar sagði í bréfi til fjármálaráðherra á dögunum að engar formlegar upplýsingar hefði á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Helga Björk hafi einungis minnst á áhuga bankans á að taka þátt í óformlegu símtali í desember. Því hafi kauptilboðið komið honum að óvörum, sem fjármálaráðherra hefur tekið undir. Koma þessi viðbrögð á óvart? „Já, þau koma mér reyndar mjög á óvart. Af því að við erum búin að vera í samtölum eða höfum upplýst um okkar áhuga á því að kaupa TM frá því í fyrra sumar. Þeirra viðbrögð koma mér mjög á óvart.“ Fréttastofa óskaði ítrekað eftir viðbrögðum frá Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra BAnkasýslunnar, í dag án árangurs.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51 Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. 22. mars 2024 10:59 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48
Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51
Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. 22. mars 2024 10:59