Phillips er sonur Önnu prinessu, litlu systur Karls. Hann segir konunginn í góðu skapi og hafa það gott. Phillips ræddi stöðu frænda síns í fjölskyldunni í sjónvarpsviðtali við áströlsku Sky fréttastofuna.
Greint var frá því í febrúar að Karl væri með krabbamein og síðastliðinn föstudag greindi Katrín prinsessa af Wales frá því að hún væri einnig með krabbamein. Svo virðist vera sem Phillips hafi hinsvegar lítið tjáð sig um líðan hennar.
Pragmatískur konungur
„Hann er pirraður á því að geta ekki gert allt sem hann vill gera. Hann er mjög pragmatískur og skilur að það er tímabil núna þar sem hann þarf að hugsa um sig. Á sama tíma er hann að þrýsta á starfsfólkið sitt og læknana til þess að svara til um það hvenær hann getur mætt aftur til starfa,“ segir Phillips.
Ekki hefur komið fram um hverskonar krabbamein er að ræða í tilviki konungsins og né heldur í tilviki Katrínar. Phillips ræddi í viðtalinu einnig heilsu foreldra sinna, Önnu prinsessu og föður hans, fyrrverandi eiginmanns hennar Mark Phillips. Hann segir þau við hestaheilsu á áttræðisaldri.
„Þau vinna bæði rosalega mikið og eru bæði á áttræðisaldri. Samt vinna þau meira en líklega nokkur hefur búist við.“