Fótbolti

„Þor­valdur hefur ekki farið í felur“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson þykir hafa farið vel af stað í starfi sem formaður KSÍ.
Þorvaldur Örlygsson þykir hafa farið vel af stað í starfi sem formaður KSÍ. vísir/anton

Það hefur verið nóg að gera hjá nýkjörnum formanni KSÍ, Þorvaldi Örlygssyni, og hann hefur þurft að tækla erfið mál á fyrstu vikum sínum í starfi.

„Mér finnst þetta hafa verið fínt hjá honum. Hann stígur inn í storminn í kringum Ísraels-leikinn og Alberts-málið. Hann hefur gert nokkuð vel og ekki farið í felur,“ segir Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður í hlaðvarpinu Besta sætið sem er hlaðvarp íþróttadeildar.

Forverar Þorvalds í starfi áttu það til að fara í felur og svara fyrirspurnum fjölmiðla seint og illa.

„Við skulum taka inn í reikninginn að þegar ég var að reyna að ná í hann fyrir brottför út þá var það sama morgun og niðurstaðan í máli Alberts er kærð. Þá er hann eðlilega á fundum að ræða þessi mál og svo á leið út,“ bætir Valur Páll Eiríksson við.

Klippa: Sigur á Ísrael eftir mikinn storm

„Þetta fer vel af stað hvað varðar að svara og mæta í viðtöl. Hann fór beint í viðtal við Stefán Árna úti þegar hann mætti þangað. Ég tek hatt minn ofan fyrir því hvernig hann hefur byrjað í þessum málum. Vonandi heldur þetta svona áfram.“

Umræðan um Þorvald hefst eftir rúmar nítján mínútur af þættinum. Besta sætið er aðgengilegt á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×