Fjandinn laus þegar málshættina vantar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2024 21:26 Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Aðsend Framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus segir páskaeggjavertíðinni senn lokið hjá fyrirtækinu, og að síðustu egg fari brátt úr húsi á lager fyrirtækisins. Að mörgu þurfi að huga við gerð eggjanna, en mikilvægastir séu málshættirnir. Fjarvera þeirra í eggjum landsmanna geti jafnvel eyðilagt hátíðarnar fyrir einhverjum. Páskarnir eru á næsta leyti og nammigrísir landsins eflaust farnir að setja sig í stellingar. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók forskot á sæluna í beinni útsendingu frá lager Nóa Síríus, gæddi sér á páskaeggi sem brotnaði, og ræddi við Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Hann sagði síðustu egginn á leið út af lagernum. „Þetta er búin að vera löng og ströng vertíð og bara gaman að henni sé að ljúka hjá okkur. En auðvitað eru sölumennirnir úti á markaðnum á fullu að laga til og fylla á,“ sagði Auðjón. Enginn skákar klassíska egginu Auðjón segir mikla þróun hafa átt sér stað á páskaeggjamarkaði síðustu ár. Nefnir hann þar svokölluð „nammiegg“, þar sem súkkulaðið í eggjunum inniheldur líka einhvers konar sælgæti, á borð við lakkrís, karamellu eða annað slíkt. Í ár sé til að mynda ein nýjunganna egg sem byggist á Bragðarefnum, einum vinsælasta ísrétti þjóðarinnar. „Þessu hefur verið að fjölga. Alltaf fleiri og fleiri tegundir og skemmtilegheit, en þrátt fyrir það þá er klassíska eggið ennþá vinsælast.“ Málshættirnir mikilvægastir Á hverju ári komi þá upp alls konar vandkvæði í framleiðslu. Þannig hafi vitlausir hlutir ratað í egg og jafnvel tattúlímmiði, sem átti ekkert erindi í páskaeggið. Mikilvægastir séu þó málshættirnir. „Hjá Íslendingum þá er þetta mjög heilagt. Þannig að það má aldrei vanta málshátt. En því miður, þetta er handgert og það getur gerst að það fari eitt og eitt egg út án málsháttar. Þá fáum við sannarlega hringingar og pósta og annað og, já, nánast eyðileggjum páskana fyrir fólki. Þessa gleðitíð,“ sagði Auðjón. Páskar Sælgæti Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Páskarnir eru á næsta leyti og nammigrísir landsins eflaust farnir að setja sig í stellingar. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók forskot á sæluna í beinni útsendingu frá lager Nóa Síríus, gæddi sér á páskaeggi sem brotnaði, og ræddi við Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Hann sagði síðustu egginn á leið út af lagernum. „Þetta er búin að vera löng og ströng vertíð og bara gaman að henni sé að ljúka hjá okkur. En auðvitað eru sölumennirnir úti á markaðnum á fullu að laga til og fylla á,“ sagði Auðjón. Enginn skákar klassíska egginu Auðjón segir mikla þróun hafa átt sér stað á páskaeggjamarkaði síðustu ár. Nefnir hann þar svokölluð „nammiegg“, þar sem súkkulaðið í eggjunum inniheldur líka einhvers konar sælgæti, á borð við lakkrís, karamellu eða annað slíkt. Í ár sé til að mynda ein nýjunganna egg sem byggist á Bragðarefnum, einum vinsælasta ísrétti þjóðarinnar. „Þessu hefur verið að fjölga. Alltaf fleiri og fleiri tegundir og skemmtilegheit, en þrátt fyrir það þá er klassíska eggið ennþá vinsælast.“ Málshættirnir mikilvægastir Á hverju ári komi þá upp alls konar vandkvæði í framleiðslu. Þannig hafi vitlausir hlutir ratað í egg og jafnvel tattúlímmiði, sem átti ekkert erindi í páskaeggið. Mikilvægastir séu þó málshættirnir. „Hjá Íslendingum þá er þetta mjög heilagt. Þannig að það má aldrei vanta málshátt. En því miður, þetta er handgert og það getur gerst að það fari eitt og eitt egg út án málsháttar. Þá fáum við sannarlega hringingar og pósta og annað og, já, nánast eyðileggjum páskana fyrir fólki. Þessa gleðitíð,“ sagði Auðjón.
Páskar Sælgæti Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira