„Allt í einu er maður farinn að heyra að hann geti verið næsti Pele“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 13:03 Endrick fagnar sigurmarki sínu á Wembley leikvanginum en þetta var hans fyrsta landsliðsmark. AP/Alastair Grant Spænski landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente hefur fengið góða reynslu á síðustu mánuðum að vera með kornunga leikmenn í sínu liði og hann varar Brasilíumenn við því að setja ekki of mikla pressu á hinn sautján ára gamla Endrick. Endrick skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hann tryggði Brasilíu 1-0 sigur á Englandi á Wembley á dögunum en hann var þá sá yngsti til að skora fyrir brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo skoraði á móti Íslandi árið 1994. Umræða um Endrick fór á fulla ferð í heimalandinu eftir leikinn og væntingarnar eru gríðarlegar. Endrick er líka á leiðinni til Real Madrid í nánustu framtíð. Spánn og Brasilía mætast í vináttulandsleik í kvöld. Spain boss: Pressure on Endrick, 17, is 'too much'Spain coach Luis de la Fuente has said he hopes the weight of expectations being carried by Brazil prodigy Endrick do not become too much for the Real Madrid-bound player.https://t.co/KPAl1VHyvb— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) March 25, 2024 „Hann er bara sautján ára leikmaður. Hann er mjög góður fótboltamaður og við erum líka með mjög góða fótboltamenn á hans aldri í okkar landsliði,“ sagði Luis de la Fuente. Í spænska landsliðinu eru Barcelona strákarnir Lamine Yamal (16 ára) og Pau Cubarsí (17 ára). „Í sambandi við þessa ungu leikmenn og út frá minni reynslu þá verður að gefa þeim tíma og fara varlega með þá,“ sagði De la Fuente. „Allt i einu er maður farinn að heyra að hann [Endrick] geti verið næsti Pele. Guð minn góður,“ sagði De la Fuente. „Það er alltof mikil pressa á stráknum. Slíkt býr oft til mikið aukastress og það eru settar kröfur á þessa stráka sem þeir hafa ekki aldur eða þroska til að ráða við,“ sagði De la Fuente. „Með þessu er verið að gera þeim mikinn óleik. Við verðum að leyfa þeim að þróa sinn leik á æfingasvæðinu og það kemur að þeim tíma þegar við getum sett á þá alvöru kröfur. Þeir ráða engan veginn við svona pressu á þessum aldri,“ sagði De la Fuente. Así ve Luis de la Fuente a Endrick pic.twitter.com/ZAwoKrJpLQ— MARCA (@marca) March 25, 2024 Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Endrick skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hann tryggði Brasilíu 1-0 sigur á Englandi á Wembley á dögunum en hann var þá sá yngsti til að skora fyrir brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo skoraði á móti Íslandi árið 1994. Umræða um Endrick fór á fulla ferð í heimalandinu eftir leikinn og væntingarnar eru gríðarlegar. Endrick er líka á leiðinni til Real Madrid í nánustu framtíð. Spánn og Brasilía mætast í vináttulandsleik í kvöld. Spain boss: Pressure on Endrick, 17, is 'too much'Spain coach Luis de la Fuente has said he hopes the weight of expectations being carried by Brazil prodigy Endrick do not become too much for the Real Madrid-bound player.https://t.co/KPAl1VHyvb— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) March 25, 2024 „Hann er bara sautján ára leikmaður. Hann er mjög góður fótboltamaður og við erum líka með mjög góða fótboltamenn á hans aldri í okkar landsliði,“ sagði Luis de la Fuente. Í spænska landsliðinu eru Barcelona strákarnir Lamine Yamal (16 ára) og Pau Cubarsí (17 ára). „Í sambandi við þessa ungu leikmenn og út frá minni reynslu þá verður að gefa þeim tíma og fara varlega með þá,“ sagði De la Fuente. „Allt i einu er maður farinn að heyra að hann [Endrick] geti verið næsti Pele. Guð minn góður,“ sagði De la Fuente. „Það er alltof mikil pressa á stráknum. Slíkt býr oft til mikið aukastress og það eru settar kröfur á þessa stráka sem þeir hafa ekki aldur eða þroska til að ráða við,“ sagði De la Fuente. „Með þessu er verið að gera þeim mikinn óleik. Við verðum að leyfa þeim að þróa sinn leik á æfingasvæðinu og það kemur að þeim tíma þegar við getum sett á þá alvöru kröfur. Þeir ráða engan veginn við svona pressu á þessum aldri,“ sagði De la Fuente. Así ve Luis de la Fuente a Endrick pic.twitter.com/ZAwoKrJpLQ— MARCA (@marca) March 25, 2024
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira