Sigurinn á Íslandi var „gjöf til úkraínsku þjóðarinnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 10:00 Oleksandr Zinchenko og Artem Dovbyk fagna sigri á Íslandi í Póllandi í gær. AP/Czarek Sokolowski Úkraína tryggði sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta í sumar með 2-1 endurkomusigri á Íslandi í úrslitaleik umspilsins í gærkvöldi. Þetta verður fjórða Evrópumótið í röð hjá úkraínska landsliðinu en nú er staðan allt öðruvísi en áður eftir innrás Rússlands í landið. Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmum tveimur árum og það er enginn endir á stríðinu í sjónmáli. Úkraínumenn fjölmenntu á leikinn á móti Íslandi og voru með borða þar sem þeir gagnrýndu Rússland og forsetann Vladimír Putin. Rússland má ekki taka þátt í þessu Evrópumóti vegna innrásar sinnar. „Ég er mjög stoltur af því að vera Úkraínumaður og að í mér rennur sama blóð og hjá þeim sem eru gefa líf sitt fyrir frelsi okkar,“ sagði Oleksandr Zinchenko, fyrirliðu Úkraínuliðsins eftir leikinn á móti Íslandi. „Við verðum að tala um þetta á hverjum degi og kalla upphátt. Það er eina leiðin svo við getum unnið. Þetta var einn af þessum tilfinningamiklu leikjum,“ sagði Zinchenko, sem leikur með Arsenal. „Þetta er yndisleg tilfinning. Ég er mjög ánægður af því að þarna er annar draumur að rætast. Miklar þakkir til okkar stuðningsfólks þeir hjálpuðu okkur í gegnum erfiðustu tímana í leiknum,“ sagði Zinchenko. Þjálfarinn Serhiy Rebrov var líka kátur en talaði einnig um stríðið. „Það fljúga eldflaugar á hverjum degi. Okkar markmið var að sýna það að við erum á lífi, enn að berjast á móti Rússunum og að við þurfum stuðning Evrópu,“ sagði Rebrov. Hann sagði að leikmenn sýnir hafi verið að horfa á fréttir af árásum á Odessa og Kænugarð fyrir leikinn. „Það gerði þá enn reiðari og enn staðráðnari að standa sig inn á vellinum,“ sagði Rebrov. „Það var mjög erfitt að vera á bekknum í dag. Ég sá hversu erfitt þetta var fyrir strákana. Ég er þeim öllum þakklátur fyrir það að koma með þessa gjöf til úkraínsku þjóðarinnar. Þetta eru erfiðir tímar en um leið mjög mikilvægir,“ sagði Rebrov. EM 2024 í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira
Þetta verður fjórða Evrópumótið í röð hjá úkraínska landsliðinu en nú er staðan allt öðruvísi en áður eftir innrás Rússlands í landið. Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmum tveimur árum og það er enginn endir á stríðinu í sjónmáli. Úkraínumenn fjölmenntu á leikinn á móti Íslandi og voru með borða þar sem þeir gagnrýndu Rússland og forsetann Vladimír Putin. Rússland má ekki taka þátt í þessu Evrópumóti vegna innrásar sinnar. „Ég er mjög stoltur af því að vera Úkraínumaður og að í mér rennur sama blóð og hjá þeim sem eru gefa líf sitt fyrir frelsi okkar,“ sagði Oleksandr Zinchenko, fyrirliðu Úkraínuliðsins eftir leikinn á móti Íslandi. „Við verðum að tala um þetta á hverjum degi og kalla upphátt. Það er eina leiðin svo við getum unnið. Þetta var einn af þessum tilfinningamiklu leikjum,“ sagði Zinchenko, sem leikur með Arsenal. „Þetta er yndisleg tilfinning. Ég er mjög ánægður af því að þarna er annar draumur að rætast. Miklar þakkir til okkar stuðningsfólks þeir hjálpuðu okkur í gegnum erfiðustu tímana í leiknum,“ sagði Zinchenko. Þjálfarinn Serhiy Rebrov var líka kátur en talaði einnig um stríðið. „Það fljúga eldflaugar á hverjum degi. Okkar markmið var að sýna það að við erum á lífi, enn að berjast á móti Rússunum og að við þurfum stuðning Evrópu,“ sagði Rebrov. Hann sagði að leikmenn sýnir hafi verið að horfa á fréttir af árásum á Odessa og Kænugarð fyrir leikinn. „Það gerði þá enn reiðari og enn staðráðnari að standa sig inn á vellinum,“ sagði Rebrov. „Það var mjög erfitt að vera á bekknum í dag. Ég sá hversu erfitt þetta var fyrir strákana. Ég er þeim öllum þakklátur fyrir það að koma með þessa gjöf til úkraínsku þjóðarinnar. Þetta eru erfiðir tímar en um leið mjög mikilvægir,“ sagði Rebrov.
EM 2024 í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira