Blóð, sviti, tár og andvökunætur Guðmundar Aron Guðmundsson skrifar 27. mars 2024 10:31 Guðmundur Guðmundsson hefur verið að gera frábæra hluti með lið Fredericia í Danmörku Mynd: Fredericia Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur verið að ná sögulegum árangri með lið Fredericia í efstu deild Danmerkur. Liðið hefur nú þegar tryggt sér annað sætið í deildarkeppninni og mun á næsta tímabili, í fyrsta sinn í sögunni, taka þátt í Evrópukeppni. Síðasta tímabil var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Guðmundar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Það tímabil vann Fredericia sína fyrstu medalíu í langan tíma eftir að hafa komist í undanúrslit dönsku deildarinnar í fyrsta sinn í fjörutíu og þrjú ár. Var þá haft á orði að Guðmundur hafi vakið sofandi björn og það virðist hafa verið rétt metið. Gengi Fredericia á yfirstandandi tímabili hefur verið afbragðs gott. Liðið horfir nú fram á úrslitakeppni dönsku deildarinnar. Þegar að kallið kom frá Fredericia á sínum tíma var Guðmundur starfandi þjálfari íslenska landsliðsins, og sinnti um gott skeið báðum störfum. Verkefnið í Danmörku heillaði. Það var af þeim toga sem Guðmundur hafði tekist á við nokkrum sinnum á sínum ferli. „Minn ferill hefur einkennst mjög mikið af því að ég hef fengið það hlutverk að byggja upp lið,“ segir Guðmundur í Besta sætinu, hlaðvarpi Íþróttadeildar Sýnar. „Ég hef verið að taka við liðum sem hafa kannski ekki verið að gera neitt sérstaka hluti. Ég hef margoft gert þetta og kann þetta. Ég get alveg sagt það. Ég held að það sé ein stærsta ástæðan fyrir því að forráðamenn Fredericia fengu mig hingað. Ég er að gera það sem ég kann mjög vel. Að taka við liði, byggja það upp og taka það áfram á næsta stig. Ég hef gert þetta bæði með landslið og félagslið mörgum sinnum. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér.“ Guðmundur hefur mikið dálæti á slíkum verkefnum. Þetta eru hins vegar ekki auðveld verkefni að taka að sér. „Mér finnst þetta gríðarlega skemmtilegt verkefni. En auðvitað er þetta á sama tíma mjög krefjandi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Bakvið þetta eru blóð, sviti og tár. Andvökunætur og svo framvegis. Sem betur fer er það enn þá hjá mér sem þjálfari að ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég er að gera. Hef orkuna í þetta, viljann og væntanlega getuna. Þess vegna er þetta stórskemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
Síðasta tímabil var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Guðmundar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Það tímabil vann Fredericia sína fyrstu medalíu í langan tíma eftir að hafa komist í undanúrslit dönsku deildarinnar í fyrsta sinn í fjörutíu og þrjú ár. Var þá haft á orði að Guðmundur hafi vakið sofandi björn og það virðist hafa verið rétt metið. Gengi Fredericia á yfirstandandi tímabili hefur verið afbragðs gott. Liðið horfir nú fram á úrslitakeppni dönsku deildarinnar. Þegar að kallið kom frá Fredericia á sínum tíma var Guðmundur starfandi þjálfari íslenska landsliðsins, og sinnti um gott skeið báðum störfum. Verkefnið í Danmörku heillaði. Það var af þeim toga sem Guðmundur hafði tekist á við nokkrum sinnum á sínum ferli. „Minn ferill hefur einkennst mjög mikið af því að ég hef fengið það hlutverk að byggja upp lið,“ segir Guðmundur í Besta sætinu, hlaðvarpi Íþróttadeildar Sýnar. „Ég hef verið að taka við liðum sem hafa kannski ekki verið að gera neitt sérstaka hluti. Ég hef margoft gert þetta og kann þetta. Ég get alveg sagt það. Ég held að það sé ein stærsta ástæðan fyrir því að forráðamenn Fredericia fengu mig hingað. Ég er að gera það sem ég kann mjög vel. Að taka við liði, byggja það upp og taka það áfram á næsta stig. Ég hef gert þetta bæði með landslið og félagslið mörgum sinnum. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér.“ Guðmundur hefur mikið dálæti á slíkum verkefnum. Þetta eru hins vegar ekki auðveld verkefni að taka að sér. „Mér finnst þetta gríðarlega skemmtilegt verkefni. En auðvitað er þetta á sama tíma mjög krefjandi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Bakvið þetta eru blóð, sviti og tár. Andvökunætur og svo framvegis. Sem betur fer er það enn þá hjá mér sem þjálfari að ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég er að gera. Hef orkuna í þetta, viljann og væntanlega getuna. Þess vegna er þetta stórskemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita