Tuttugu milljóna hámark sett á einstaklinga Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 18:23 Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Vísir/Vilhelm Hver einstaklingur má að hámarki kaupa í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir. Samkvæmt nýju frumvarpi um sölu bankans sem lagt hefur verið fyrir Alþingi verður áhersla lögð á að selja til einstaklinga, sem munu njóta forgangs við úthlutun. Í frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, segir að Þórdísi R. Kolbrúnu Gylfadóttur, fjármála og efnahagsráðherra, verði heimilt að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka að fullu eða að hluta til, að fenginni heimild í fjárlögum. Það verði gert með útboði sem opið eigi að vera bæði almennum fjárfestum og fagfjárfestum. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Sjá einnig: Frumvarp um sölu á restinni af Íslandsbanka komið fram Við söluna verður tilboðsbókum svokölluðum skipti í tvo hluta. Tilboðsbók A og bók B og skal A hafa forgang við úthlutun hluta eftir útboðið en sá hluti snýr að sölu til einstaklinga. Tilboðsbók A á að taka við tilboðum á föstu verði sem verður meðalvirði hlutabréfa í Íslandsbanka síðustu fimmtán daga fyrir birtingu útboðslýsingarinnar. Hana á að birta að minnsta kosti tveimur dögum fyrir útboðið. Einstaklingum verður heimilt að gera tilboð frá hundrað þúsund krónum til tuttugu milljóna. Þá segir í frumvarpinu að verði eftirspurn meiri en framboð og skerða þurfi áskriftir eigi að gera það hlutfallslega en ekki eigi að skerða áskriftir niður fyrir tvær milljónir króna. Þegar kemur að tilboðsbók B verða tilboð umfram tuttugu milljónir heimil en söluverðið á að vera lægsta tilboðsverð sem nær heildarmagni útboðsins en þó ekki lægra en fasta verðið í tilboðsbók A. Skerðingar í B-bókinni eiga að vera á grundvelli tilboðsverðs. Það er að segja að lægstu tilboðin verði skert fyrst, nema annað reynist nauðsynlegt og þá á að skerða úthlutun hlutfallslega. Ekki verður tekið við tilboðum háðum fyrirvörum né tilboðum frá aðilum sem hafa verið með tilkynnta skortstöðu í Íslandsbanka síðustu þrjátíu daga fyrir útboðið. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. 27. mars 2024 14:00 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Í frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, segir að Þórdísi R. Kolbrúnu Gylfadóttur, fjármála og efnahagsráðherra, verði heimilt að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka að fullu eða að hluta til, að fenginni heimild í fjárlögum. Það verði gert með útboði sem opið eigi að vera bæði almennum fjárfestum og fagfjárfestum. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Sjá einnig: Frumvarp um sölu á restinni af Íslandsbanka komið fram Við söluna verður tilboðsbókum svokölluðum skipti í tvo hluta. Tilboðsbók A og bók B og skal A hafa forgang við úthlutun hluta eftir útboðið en sá hluti snýr að sölu til einstaklinga. Tilboðsbók A á að taka við tilboðum á föstu verði sem verður meðalvirði hlutabréfa í Íslandsbanka síðustu fimmtán daga fyrir birtingu útboðslýsingarinnar. Hana á að birta að minnsta kosti tveimur dögum fyrir útboðið. Einstaklingum verður heimilt að gera tilboð frá hundrað þúsund krónum til tuttugu milljóna. Þá segir í frumvarpinu að verði eftirspurn meiri en framboð og skerða þurfi áskriftir eigi að gera það hlutfallslega en ekki eigi að skerða áskriftir niður fyrir tvær milljónir króna. Þegar kemur að tilboðsbók B verða tilboð umfram tuttugu milljónir heimil en söluverðið á að vera lægsta tilboðsverð sem nær heildarmagni útboðsins en þó ekki lægra en fasta verðið í tilboðsbók A. Skerðingar í B-bókinni eiga að vera á grundvelli tilboðsverðs. Það er að segja að lægstu tilboðin verði skert fyrst, nema annað reynist nauðsynlegt og þá á að skerða úthlutun hlutfallslega. Ekki verður tekið við tilboðum háðum fyrirvörum né tilboðum frá aðilum sem hafa verið með tilkynnta skortstöðu í Íslandsbanka síðustu þrjátíu daga fyrir útboðið.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. 27. mars 2024 14:00 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. 27. mars 2024 14:00
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30