Lyon hafði unnið 2-1 sigur í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum í Lissabon og var því með forystuna fyrir leik kvöldsins í Frakklandi.
Delphine Cascarino veitti Lyon 1-0 forystu á markamínútunni 43. en hin kanadíska Marie-Yasmine Alidou jafnaði rétt fyrir hlé.
Cascarino skoraði öðru sinni til að koma Lyon í 2-1 snemma í síðari hálfleik og undir lok leiks kom Kadidiatou Diani Lyon í 3-1 áður en hún innsiglaði 4-1 sigur með öðru marki sínu í uppbótartíma. Lyon vann einvígið samanlagt 6-2.
Lyon er fyrst í undanúrslitin en á morgun kemur í ljós hvort landar þeirra úr Paris Saint-Germain eða Häcken verða andstæðingarnir.