„Flottur sigur og heilt yfir fín frammistaða“ Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2024 22:51 Halldór Árnason var sáttur við spilamennsku Blikaliðsins. Vísir / Hulda Margrét Halldór Árnason, þjálfari nýkrýndra Lengjubikarmeistara í fótbolta karla, Breiðabliks, var sáttur við spilamennsku lærisveina sinna þegar liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 4-1, í úrslitaleik mótsins á Kópavogsvelli í kvöld. „Við byrjuðum báða hálfleiki frekar rólega og vorum ekki nógu góðir á boltann. Það pirraði mig aðeins og ég var nálægt því að láta vel í mér heyra í þeim seinni þegar þetta gerðist aftur. Ég þurfti hins vegar ekki að gera það þar sem spilið varð mun betra þegar líða tók á báða hálfleiki,“ sagði Halldór í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. „Við náðum góðu flæði á boltann og heilt spiluðum við bara vel og skoruðum fjögur fín mörk. Við erum bara á góðum stað nú þegar það er rúm vika í að Íslandsmótið byrji og ég er bara sáttur við stöðuna á liðinu. Það er alltaf gaman að vinna og góður bónus að lyfta bikar einnig,“ sagði Halldór einnig. Kristófer Ingi Kristinsson kom Blikum á bragðið í leiknum en hann fór af velli í hálfleik. Halldór sagði það hafa verið vegna meiðsla: „Kristófer Ingi fékk högg skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og þess vegna tókum við hann útaf. Ég held og vona að þetta sé ekkert alvarlegt en við vildum ekki taka neina sjénsa,“ sagði þjálfarinn um framherjann sinn. „Nú förum við bara í það að búa okkur fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins og freista þess að fá meidda leikmenn aftur inn á völlinn. Við erum bara spenntir fyrir því að alvaran fari að byrja,“ sagði hann um framhaldið en Oliver Sigurjónsson og Patrik Johannensen voru á meiðslalistanum í kvöld. Oliver að glíma við meiðsli og Patrik að koma til baka eftir krossbandaslit. Þá eru Arnór Gauti Jónsson og Eyþór Aron Wöhler í verkefni með U-21 árs landsliðinu. Íslenski boltinn Lengjubikar karla Breiðablik Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
„Við byrjuðum báða hálfleiki frekar rólega og vorum ekki nógu góðir á boltann. Það pirraði mig aðeins og ég var nálægt því að láta vel í mér heyra í þeim seinni þegar þetta gerðist aftur. Ég þurfti hins vegar ekki að gera það þar sem spilið varð mun betra þegar líða tók á báða hálfleiki,“ sagði Halldór í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. „Við náðum góðu flæði á boltann og heilt spiluðum við bara vel og skoruðum fjögur fín mörk. Við erum bara á góðum stað nú þegar það er rúm vika í að Íslandsmótið byrji og ég er bara sáttur við stöðuna á liðinu. Það er alltaf gaman að vinna og góður bónus að lyfta bikar einnig,“ sagði Halldór einnig. Kristófer Ingi Kristinsson kom Blikum á bragðið í leiknum en hann fór af velli í hálfleik. Halldór sagði það hafa verið vegna meiðsla: „Kristófer Ingi fékk högg skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og þess vegna tókum við hann útaf. Ég held og vona að þetta sé ekkert alvarlegt en við vildum ekki taka neina sjénsa,“ sagði þjálfarinn um framherjann sinn. „Nú förum við bara í það að búa okkur fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins og freista þess að fá meidda leikmenn aftur inn á völlinn. Við erum bara spenntir fyrir því að alvaran fari að byrja,“ sagði hann um framhaldið en Oliver Sigurjónsson og Patrik Johannensen voru á meiðslalistanum í kvöld. Oliver að glíma við meiðsli og Patrik að koma til baka eftir krossbandaslit. Þá eru Arnór Gauti Jónsson og Eyþór Aron Wöhler í verkefni með U-21 árs landsliðinu.
Íslenski boltinn Lengjubikar karla Breiðablik Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira