EM-sætið undir í vikunni: „Erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2024 17:01 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á EM. EPA-EFE/Beate Oma Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er aðeins tveimur sigrum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss næsta vetur. Íslensku stelpurnar eiga útileik gegn Lúxemborg á morgun áður en liðið tekur á móti Færeyjum í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næstkomandi sunnudag. Liðið kom saman fyrir páska og hefur því fengið góðan tíma til æfinga fyrir leikina mikilvægu og segir Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, það vera dýrmætt. „Það er bara spenna í hópnum og tilhlökkun. Við erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,“ sagði Arnar þegar liðið kom saman fyrir páska. „Það var 2021 sem við fórum svona að horfa á þetta mót og settum það á bak við eyrað. Okkar langaði á þetta mót. Þetta er búið að ganga ágætlega hingað til og við erum með þetta í okkar höndum þannig að það er bara tilhlökkun yfir þessu og spenna,“ bætti Arnar við. Kærkomnar æfingar Hann bætir einnig við að liðið hafi náð að stela sér smá tíma til æfinga. „Við erum vissulega að stela þessari viku. Þetta er ekki alþjóðleg landsliðsvika þannig að stelpurnar sem eru hérna heima og þær sem eru búnar með sitt úti eru komnar hérna til æfinga. Við bíðum enn eftir hinum en þetta var bara nauðsynlegt. Við fáum nokkra auka daga saman til að vinna í ákveðnum hlutum sem við höfum kannski ekki haft tíma til að vinna í þegar við erum að æfa og spila og höfum ekki marga daga til að undirbúa okkur þannig að þetta er kærkomið.“ Þá sagði Arnar einnig að hann ætlaði sér að gefa stelpunum smá páskafrí. Hvort hann hafi staðið við það er svo önnur spurning. „Ég mun gefa þeim gott frí. Þær fá frí frá hádegi á fimmtudegi fram á páskadag og í mínum bókum eru það fjórir dagar. Þannig að það er ágætis frí allavega,“ sagði Arnar léttur. Klippa: Arnar Pétursson á landsliðsæfingu EM-sætið undir Eins og áður segir eru leikirnir tveir sem Ísland spilar á næstu dögum gríðarlega mikilvægir, enda er sæti á EM í boði. Íslenska liðið er með fjögur stig í öðru sæti undanriðilsins nú þegar tveir leikir eru eftir. Ísland er fjórum stigum á eftir toppliði Svía og fjórum stigum fyrir ofan botnlið Lúxemborgar, en með jafn mörg stig og Færeyjar sem sitja í þriða sæti. Íslensku stelpurnar þurfa því helst sigur í þessum tveimur leikjum sem eftir eru til að gulltryggja EM-sætið. „Markmiðin eru klárlega skýr og hafa verið það í lengri tíma. Nú er það bara svolítið okkar að stilla þetta af og mæta í flæði inn í þessa leiki og spila okkar leik. Ef við náum okkar besta leik þá núm við okkar markmiðum. Það er bara þannig,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Íslensku stelpurnar eiga útileik gegn Lúxemborg á morgun áður en liðið tekur á móti Færeyjum í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næstkomandi sunnudag. Liðið kom saman fyrir páska og hefur því fengið góðan tíma til æfinga fyrir leikina mikilvægu og segir Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, það vera dýrmætt. „Það er bara spenna í hópnum og tilhlökkun. Við erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,“ sagði Arnar þegar liðið kom saman fyrir páska. „Það var 2021 sem við fórum svona að horfa á þetta mót og settum það á bak við eyrað. Okkar langaði á þetta mót. Þetta er búið að ganga ágætlega hingað til og við erum með þetta í okkar höndum þannig að það er bara tilhlökkun yfir þessu og spenna,“ bætti Arnar við. Kærkomnar æfingar Hann bætir einnig við að liðið hafi náð að stela sér smá tíma til æfinga. „Við erum vissulega að stela þessari viku. Þetta er ekki alþjóðleg landsliðsvika þannig að stelpurnar sem eru hérna heima og þær sem eru búnar með sitt úti eru komnar hérna til æfinga. Við bíðum enn eftir hinum en þetta var bara nauðsynlegt. Við fáum nokkra auka daga saman til að vinna í ákveðnum hlutum sem við höfum kannski ekki haft tíma til að vinna í þegar við erum að æfa og spila og höfum ekki marga daga til að undirbúa okkur þannig að þetta er kærkomið.“ Þá sagði Arnar einnig að hann ætlaði sér að gefa stelpunum smá páskafrí. Hvort hann hafi staðið við það er svo önnur spurning. „Ég mun gefa þeim gott frí. Þær fá frí frá hádegi á fimmtudegi fram á páskadag og í mínum bókum eru það fjórir dagar. Þannig að það er ágætis frí allavega,“ sagði Arnar léttur. Klippa: Arnar Pétursson á landsliðsæfingu EM-sætið undir Eins og áður segir eru leikirnir tveir sem Ísland spilar á næstu dögum gríðarlega mikilvægir, enda er sæti á EM í boði. Íslenska liðið er með fjögur stig í öðru sæti undanriðilsins nú þegar tveir leikir eru eftir. Ísland er fjórum stigum á eftir toppliði Svía og fjórum stigum fyrir ofan botnlið Lúxemborgar, en með jafn mörg stig og Færeyjar sem sitja í þriða sæti. Íslensku stelpurnar þurfa því helst sigur í þessum tveimur leikjum sem eftir eru til að gulltryggja EM-sætið. „Markmiðin eru klárlega skýr og hafa verið það í lengri tíma. Nú er það bara svolítið okkar að stilla þetta af og mæta í flæði inn í þessa leiki og spila okkar leik. Ef við náum okkar besta leik þá núm við okkar markmiðum. Það er bara þannig,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira