Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi einu sæti neðar en í fyrra. Eftir 2-1 tap fyrir Fram í 6. umferð á síðasta tímabili tóku Stjörnumenn í gikkinn, ráku Ágúst Gylfason og hækkuðu aðstoðarmann hans, Jökul Elísabetarson, í tign. Stjarnan vann fyrsta leikinn undir hans stjórn, 4-0, og gengið það eftir lifði sumars var frábært. Stjörnumenn spiluðu 21 leik eftir að Jökull tók við, unnu þrettán, gerðu fjögur jafntefli og töpuðu fjórum. Markatalan var 47-15. Stjarnan tapaði ekki heimaleik eftir að hann Jökull Elísabetarson tók við liðinu í fyrra.vísir/diego Stjarnan endaði í 3. sæti og náði Evrópusæti þrátt fyrir að hafa selt Ísak Andra Sigurgeirsson til Norrköping í júlí. Eggert Aron Guðmundsson tók bara við keflinu og var sennilega besti leikmaður deildarinnar síðasta þriðjung tímabilsins. Eins og við mátti búast var hann seldur út í vetur. Það er því spurning hver tekur við keflinu að þessu sinni. Róbert Frosti Þorkelsson, Adolf Daði Birgisson og Helgi Fróði Ingason eru líklegir til þess og þá klæjar Óla Val Ómarsson og Guðmund Baldvin Nökkvason eflaust í fingurna að sýna sig og sanna á nýjan leik. grafík/gunnar tumi Þeir voru lánaðir til Stjörnunnar frá liðum í Svíþjóð en auk þeirra fengu Garðbæingar Örvar Eggertsson frá HK og Matthias Rosenörn frá Keflavík. Sá síðastnefndi berst um markvarðastöðuna við Árna Snæ Ólafsson sem átti frábært tímabil í fyrra og hélt meðal annars tíu sinnum hreinu í Bestu deildinni. Hilmar Árni Halldórsson varð betri eftir því sem leið á síðasta tímabil, eftir að hafa misst af öllu sumrinu 2022 vegna hnémeiðsla. Stuðningsmenn Stjörnunnar eru eflaust spenntir að sjá Breiðhyltinginn spila með öllum ungu og spennandi strákunum í Garðabænum. grafík/gunnar tumi Svo er það Emil Atlason sem hefur skorað eins og óður maður undanfarin tvö tímabil og fékk gullskóinn í fyrra. Ef hann verður í sama formi í sumar eru Stjörnumönnum allir vegir færir. Eftir frábært gengi eftir að Jökull tók við í fyrra er pressan talsverð á Stjörnuna að gera sig gildandi í baráttunni um titilinn í sumar. Og það er innistæða fyrir bjartsýni. Hilmar Árni Halldórsson er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild.vísir/hulda margrét Í leikmannahópnum er góð blanda yngri og eldri leikmanna og Jökull er einn mest spennandi þjálfari landsins. En hvort það er nóg til að endurtaka leikinn frá 2014, þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta og einn sinn, verður að koma í ljós. Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Minnir á gamla tíma Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 11:00 Besta-spáin 2024: VÖKnuðu af værum blundi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Í traustum Heimishöndum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 11:01 Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00 Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi einu sæti neðar en í fyrra. Eftir 2-1 tap fyrir Fram í 6. umferð á síðasta tímabili tóku Stjörnumenn í gikkinn, ráku Ágúst Gylfason og hækkuðu aðstoðarmann hans, Jökul Elísabetarson, í tign. Stjarnan vann fyrsta leikinn undir hans stjórn, 4-0, og gengið það eftir lifði sumars var frábært. Stjörnumenn spiluðu 21 leik eftir að Jökull tók við, unnu þrettán, gerðu fjögur jafntefli og töpuðu fjórum. Markatalan var 47-15. Stjarnan tapaði ekki heimaleik eftir að hann Jökull Elísabetarson tók við liðinu í fyrra.vísir/diego Stjarnan endaði í 3. sæti og náði Evrópusæti þrátt fyrir að hafa selt Ísak Andra Sigurgeirsson til Norrköping í júlí. Eggert Aron Guðmundsson tók bara við keflinu og var sennilega besti leikmaður deildarinnar síðasta þriðjung tímabilsins. Eins og við mátti búast var hann seldur út í vetur. Það er því spurning hver tekur við keflinu að þessu sinni. Róbert Frosti Þorkelsson, Adolf Daði Birgisson og Helgi Fróði Ingason eru líklegir til þess og þá klæjar Óla Val Ómarsson og Guðmund Baldvin Nökkvason eflaust í fingurna að sýna sig og sanna á nýjan leik. grafík/gunnar tumi Þeir voru lánaðir til Stjörnunnar frá liðum í Svíþjóð en auk þeirra fengu Garðbæingar Örvar Eggertsson frá HK og Matthias Rosenörn frá Keflavík. Sá síðastnefndi berst um markvarðastöðuna við Árna Snæ Ólafsson sem átti frábært tímabil í fyrra og hélt meðal annars tíu sinnum hreinu í Bestu deildinni. Hilmar Árni Halldórsson varð betri eftir því sem leið á síðasta tímabil, eftir að hafa misst af öllu sumrinu 2022 vegna hnémeiðsla. Stuðningsmenn Stjörnunnar eru eflaust spenntir að sjá Breiðhyltinginn spila með öllum ungu og spennandi strákunum í Garðabænum. grafík/gunnar tumi Svo er það Emil Atlason sem hefur skorað eins og óður maður undanfarin tvö tímabil og fékk gullskóinn í fyrra. Ef hann verður í sama formi í sumar eru Stjörnumönnum allir vegir færir. Eftir frábært gengi eftir að Jökull tók við í fyrra er pressan talsverð á Stjörnuna að gera sig gildandi í baráttunni um titilinn í sumar. Og það er innistæða fyrir bjartsýni. Hilmar Árni Halldórsson er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild.vísir/hulda margrét Í leikmannahópnum er góð blanda yngri og eldri leikmanna og Jökull er einn mest spennandi þjálfari landsins. En hvort það er nóg til að endurtaka leikinn frá 2014, þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta og einn sinn, verður að koma í ljós.
Besta-spáin 2024: Minnir á gamla tíma Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 11:00
Besta-spáin 2024: VÖKnuðu af værum blundi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Í traustum Heimishöndum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 11:01
Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00
Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00
Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01